Morgunblaðið - 02.07.2015, Side 77
hátíðarsvæðinu. Þá verða, líkt og síð-
ustu ár, ýmsar kvikmyndir sýndar og
mun skoska síðrokksveitin Mogwai
stýra kvikmyndadagskránni að þessu
sinni. Meðal kvikmynda sem hljóm-
sveitin hefur valið eru American Mo-
vie, Don’t Look Back, The Exorcist
og Rollerball.
Allt er þegar þrennt er
Hogan kveðst afar spenntur að sjá
sveitirnar sem koma fram á hátíðinni
í ár og nefnir meðal annars banda-
rísku sveitina Drive Like Jehu sem
eina af þeim hljómsveitum sem
hvöttu hann áfram þegar hann stofn-
aði hátíðina fyrir fjórtán árum.
„Drive Like Jehu var í miklu uppá-
haldi hjá mér fyrir um tuttugu árum.
Það má segja það sama um það band
og sveitir á borð við Slint, þetta eru
sveitirnar sem komu mér almenni-
lega inn í tónlistina og urðu til þess að
ég vildi fara að skipuleggja hátíðir á
borð við ATP. Það er því mikill heiður
fyrir mig að fá að sjá hljómsveitina
spila. Ég veit ekki hversu þekktir
þeir eru á Íslandi en ég held að stór
hluti alþjóðlegu gestanna sé að koma
á hátíðina til þess að sjá þá sveit. Ég
er einnig mjög spentur fyrir Swans.
Ég sá hana í London nýlega og það
eru einhverjir mest töfrandi tónleikar
sem ég hef verið á. Swans átti að
koma fram á Iceland Airwaves fyrir
einhverju síðan en þurfti að hætta við
tónleikana. Á síðasta ári var hljóm-
sveitin líka bókuð á ATP á Ásbrú en
komst ekki vegna veikinda söngv-
arans,“ segir Hogan um Michael Gira
og bandarísku rokksveitina Swans.
„Ég á ekki von á öðru en allt gangi
upp í ár. Allt er þegar þrennt er,“
segir Hogan vongóður og hlær lít-
illega. Hann bætir auk þess við að
hann sé spenntur fyrir þeim íslensku
sveitum sem koma fram á hátíðinni
að þessu sinni.
„The Bedroom Community er til
að mynda með spennandi svið og svo
hafa sveitir á borð við Kiasmos og
HAM vakið athygli mína. HAM virð-
ist vera okkar búsetuband, þeir
spiluðu líka á ATP árið 2013 og 2014.
Ég er einnig nokkuð spenntur að sjá
Kippa Kaninus,“ segir hann.
Skeyta saman kynslóðum
Nokkrar yngri sveitir stíga á svið
með þeim eldri, á meðal þeirra er
danska pönksveitin Iceage. Hogan
segir tilvalið að blanda slíkum hljóm-
sveitum saman við áhrifavalda sína
og slíkt geti bæði skemmt og mennt-
að áhorfendur.
„Ég held að það sé gott að skeyta
nýjum böndum sem eru að gera
spennandi tónlist við eldri bönd sem
hafa haft áhrif á þau. Það eru örugg-
lega margir ungir tónlistaraðdáendur
sem þekkja til dæmis ekki tónlist
Public Enemy en Run the Jewles
væru ekki að gera nákvæmlega það
sem þeir eru að gera ef ekki væri fyr-
ir Public Enemy. Iceage, Drive Like
Jehu, Godspeed! og fleiri bönd, ekk-
ert þeirra væri til í sömu mynd ef
ekki væri fyrir Iggy Pop,“ segir Hog-
an. ATP-hátíðin hefur lagt upp með
að vera nokkurs konar rokkhátíð,
vissulega með ýmsum tilbreytingum,
og segir Hogan enga breytingu þar á
þrátt fyrir að tveir af stærstu flytj-
endunum þetta árið séu hiphop-
listamenn.
„Við erum mjög spennt að fá sveit-
ir á borð við Public Enemy og Run
the Jewels á hátíðina. Ég hef mjög
gaman af báðum sveitum. Margt hip-
hop þessa dagana snýst eingöngu um
pening en ekki tónlistina sem slíka.
Ég hef engan áhuga á hiphop-
listamönnum á borð við Drake eða
einhverju í svipuðum dúr, ég nenni
ekki slíku kjaftæði. Ég hef meiri
áhuga á tónlist sem hefur hvatt mig
áfram við að koma ATP á laggirnar.
Þegar við unnum með listamönnum á
borð við Autechre árið 2003, þá vildu
þeir til dæmis fá hiphop í dagskrána
og Public Enemy var þar mjög of-
arlega á lista.
Við héldum tónleika með þeim í
London á laugardaginn og það var
stórkostlegt. Þeir spiluðu alla slag-
arana auk nokkurra nýrra laga og
voru mjög ferskir. Það verður mjög
gaman að sjá Flavor Flav og Chuck
AFP
-kjaftæði
77
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015
Hvatning Drive Like Jehu er ein þeirra hljómsveita sem hvöttu Barry Hogan til þess að stofna tónlistarhátíðina.
Godspeed you! Black Emperor
Godspeed You! Black Emperor eru meðal grundvallars-
íðrokkssveita aldarmótaáranna ásamt böndum á borð við
Mogwai og Explosions in the Sky. Plötur þeirra hafa lifað
góðu lífi og má þar helst nefna Lift Your Skinny Fists Like
Antennas to Heaven sem kom út árið 2000 og hefur fengið
hátt í eina og hálfa milljón spilana á YouTube frá því hún var
sett á vefinn fyrir þremur árum. Sveitin gaf nýverið út plöt-
una Asunder, Sweet and Other Distress og hefur verið að
fylgja henni eftir með tónleikum. Platan hefur fengið nær
einróma lof gagnrýnenda, miðlar á borð við The Guardian og
Pitchfork gefið henni toppeinkunn. Eins og með flestar síð-
rokkssveitir er þessi þekkt fyrir kraftmikla framkomu.
Iceage
Danska pönksveitin Iceage er ein af yngri sveitunum sem
fengnar voru inn á ATP til að vega upp á móti eldri lista-
mönnum. Hljómsveitin hefur farið nokkuð mikinn upp á síð-
kastið og skapað sér orðstír sem ein mest spennandi pönk-
sveit Evrópu um þessar mundir. Lögin „You’re Blessed“ og
„Ecstasy“ af plötunum New Brigade og You’re Nothing gefa
ágætis mynd af tónlist hljómsveitarinnar en eins og sjá má á
titlum laganna er kröftugt pönkið ekki sungið á móðurmáli
hljómsveitarmeðlima. Í fyrra gaf sveitin út plötuna Plowing
Into the Field of Love og áhugavert verður að sjá hvernig
flutningur sveitarinnar blandast saman við reyndari hljóm-
sveitir á hátíðinni.
Run the Jewels
Hiphop-dúóið Run the Jewels var stofnað 2013 af reynslu-
boltunum El-P og Killer Mike. Þeir hafa gefið út tvær breið-
skífur og sú þriðja, Run the Jewels 3, er væntanleg á næsta
ári. Fyrstu tvær plöturnar fengu afar góða dóma, þar af fullt
hús stiga hjá The Guardian og níu af tíu hjá NME og því
spennandi að sjá hvað tvíeykið dregur upp úr erminni á
næstu plötu. Run the Jewels hefur meðal annars unnið með
Big Boi úr Outkast og Zack de la Rocha úr Rage Against the
Machine og þykja nokkuð frumlegir miðað við marga aðra
kollega þeirra í senunni. Þess má til gamans geta að Killer
Mike kom fram í þáttaröðinni The Eric Andre Show og háði
rímnaeinvígi við ActionBronson á hlaupabrettum.
Atlantic Studios
Kl. 14.45. Stafrænn Hákon
Kl. 15.55. Chelsea Wolfe
Kl. 17.20. Deafheaven
Kl. 18.45. The Bug
Kl. 20.15. Public Enemy
Kl. 22. Iggy Pop
Kl. 23.45. Belle & Sebastian
Kl. 1.30. Run the Jewels
Andrews Theatre
Kl. 18.45. Tall Firs
Kl. 20.15. Grísalappalísa
Kl. 21.45. Kippi Kanínus
Kl. 23.15. Vision Fortune
Kl. 00.45. Mr. Silla
Offiseraklúbburinn
Kl. 00.00. DJ Styrmir Dans-
son
Kl. 2.30. ATP DJs.
Dagskrá
hátíðarinnar
í dag
D loksins á Íslandi,“ segir Hogan,
fullur tilhlökkunar.
Hátíðin komin til að vera
Talsverðar breytingar hafa orðið á
skipulaginu í kringum Ásbrú þetta
árið og hefur Tómas Young, skipu-
leggjandi hátíðarinnar síðustu tvö ár-
in, dregið sig í hlé. Hogan segir breyt-
ingarnar þó ekki stafa af neinum
illindum, aðeins sé um hefðbundnar
skipulagsbreytingar að ræða.
„Tómas var einn af þeim sem tóku
þátt í að skapa þetta með okkur.
Hann ákvað þó, eftir tvö ár við stjórn-
völinn, að einbeita sér að tónleika-
staðnum í Keflavík sem hann stjórn-
ar, það er mjög kröfuhart starf. Hann
steig því til hliðar að þessu sinni en
það þýðir ekki að hann muni aldrei
starfa fyrir ATP aftur. Við erum í
talsverðum samskiptum ennþá og það
er ekkert slæmt á milli okkar,“ segir
Hogan og blæs að lokum á þær sögu-
sagnir að hátíðin í ár verði sú síðasta
hér á landi.
„Við viljum byggja upp hátíðina
hér á landi og gera hana að árlegu
dæmi. Það er þó alltaf einhver orð-
rómur í gangi. Það eina sem ég get
sagt er að hátíðin í ár verður frábær.
Við erum nú þegar byrjuð að plana
hátíðina árið 2016 og farin að ræða
við nokkra listamenn. Það er því
hreinlega ekki satt að þetta sé síðasta
ATP-hátíðin á Íslandi,“ segir Hogan.