Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 80
Passíusálmarnir hafa síðustualdir verið hryggjar-stykkið í íslenskum trúar-bókmenntum ásamt
Vídalínspostillu; þetta er 92. útgáfa
sálmanna. Ekkert íslenskt skáld-
verk hefur verið prentað jafnoft.
Þetta er jafn-
framt í fyrsta
skipti sem sálm-
arnir eru gefnir
út með þessu
nafni, Passíu-
sálmarnir.
Ákveðni grein-
irinn markar
sérstöðu verks-
ins, annað slíkt
er ekki til í heimi hér þótt það kallist
á við annan kveðskap um píslarsög-
una, eigi samhljóm í tónlist auk þess
sem píslarsagan er ríkulega túlkuð í
myndlist. En af hverju urðu sálm-
arnir svo ríkjandi og vinsælir sem
raun ber vitni? Margt ber þar að
sama brunni. Þeir eru prýðilega ort-
ir. Það fer ekki milli mála að Hall-
grímur var stórskáld. Hann var ein-
lægur trúmaður og það skilar sér í
kveðskaparblænum, einlægni, traust
og auðmjúkt trúarþel blasa við í
hverjum sálmi; Kristur er ekki að-
eins herra skáldsins, heldur og nán-
asti vinur. Enn má nefna að Hall-
grímur hnýtir í yfirvöld, valdhroka
þeirra, dómgleði og spillingu, og all-
ur almenningur gat tekið undir þá
ádeilu. Óbeint lyfti annar kveð-
skapur skáldsins undir sálmana.
Hallgrímur orti mikið af verald-
legum kveðskap af listrænum þrótti
og tók þá oft upp í sig. Margir kunnu
slitur úr verkum hans, jafnvel löng
kvæði. Þjóðsagan gerði síðan úr
honum píslarvott.
Passíusálmarnir urðu bráðlifandi
þáttur í þjóðlífinu og mildi þeirra
stangaðist líklega á við hörku tím-
ans, hvort sem var í sambúð við
landið, kónginn og legáta hans eða
strangtrúarboðskap kirkjunnar.
Þeir voru lesnir á flestum heimilum
á föstunni og fólk kunni marga
sálma utanbókar og fegurstu erindin
lágu öllum á tungu. Æðimargt varð
samgróið tungumálinu og er það
enn. En hvernig vegnar þessum
kveðskap í samtímanum? Lestur
Passíusálma er fastur liður í Ríkis-
útvarpinu vikurnar fyrir páska og
stutt er síðan gyðingleg stofnun
mæltist til þess að þeim lestri yrði
hætt því þar væri ómaklega veist að
gyðingum. Margir hlusta á sálma-
lesturinn og þjóðkunnir karlar frem-
ur en konur hafa tekist á við verk-
efnið, sem engan veginn er auðvelt.
Sá sem þetta skrifar minnist þess að
báðar ömmur hans hlustuðu með
andakt á lestur sálmanna í útvarp-
inu; Hallgrímur sálugi hét skáldið í
munni þeirra. Eitt og annað hefur
breyst á þeim 350 árum sem liðin
eru síðan sálmarnir voru fyrst gefnir
út, áherslur, tónfall, orðaforði – en
þó er engum ljóðelskum manni vor-
kunn að lesa sálmana þótt þeir geti
sums staðar villst um myrkan staf.
Brot úr sálmum eru í sálmabók
kirkjunnar og í gullkornasöfnum úr
bókmenntum. Valdir sálmar eru
lesnir í skólum landsins. Annars hef-
ur þjóðina að sumu leyti rekið frá
kirkjunni og kannski líka daglegri
trúrækni, og kveðskapur af trúar-
legum toga er af þeim sökum ekki í
seilingarhæð yngri kynslóða. Þó skal
áréttað að Megas flutti tónlist sína
við sálmana fyrir fullu húsi og féll
hún í frjóa mold og Steinunn
Jóhannesdóttir hefur ritað bækur
um Hallgrím og Guðríði konu hans
sem opna nútímamönnum glugga til
að skyggnast um til fortíðar.
Mörður Árnason hefur unnið stór-
virki með þessari útgáfu. Hún er í
alla staði frábær. Hann titlar sig
leiðsögumann. Markmiðið er að
flytja kveðskapinn frá 17. öld til
hinnar 21. með traustum skýringum,
en jafnframt að greiða lesanda leið
úr nútíma aftur á öld skáldsins (bls.
643). Og í hverju er þá leiðsögnin
fólgin? Undan hverjum sálmi fer
texti úr Guðspjöllum og pistlum sem
komu út á Hólum 1617 og Hallgrím-
ur studdist við. Síðan kemur við-
komandi sálmur prentaður eftir
bestu handritum í samræmi við
traustustu rannsóknir. Í öllum sálm-
unum eru textavers sem byggjast á
frásögnum helgirita af píslum
Krists. Þau standa oftast í upphafi.
Síðan leggur Hallgrímur út af text-
anum og það er meginatriði hvers
sálms og þar eru oft tiltekin leið-
söguorð; hér má nefna huggun,
dauði, hroki, ágirnd, synd o.s.frv. Í
lokin er síðan bæn. Minnisstæðustu
erindin eru í útleggingunni og bæna-
versunum. Mörður tilgreinir við
hvert vers hvaða parti það tilheyrir
og útskýrir torræð orð, tekur saman
línur og lýkur þeim upp fyrir les-
anda. Óhjákvæmilega leiðir það til
endurtekninga, en þær eru nauðsyn-
legar því ekki lesa allir alla sálmana.
Í lok hvers sálms er síðan saman
dregin ítarleg skýring og túlkun,
leiðsögustefin skilgreind, bragar-
háttur skýrður og vísað milli sálma.
Margar vísanir eru í þessum köflum
á tiltekna staði í Biblíunni sem opna
augu lesenda fyrir því hvað Hall-
grímur var feikilega vel að sér í
trúarlegum efnum, greinilega læs á
nokkur tungumál. Eftir hverjum
sálmi er síðan kafli eða kaflar um
eitt og annað sem yndi er að lesa og
tengist sálmunum, málsögunni,
trúnni og túlkun á einstökum efnum.
Allt er það með góðum brag. Hér má
nefna kafla um málfar 17. aldar, frið-
þægingarkenninguna, djöfulinn eins
og hann birtist í sálmunum, marg-
vísleg stílbrögð höfundar. Hér er
vikið að náttúrusýn Hallgríms,
fjallað um þann lága málshátt sem
einkennir alla framsetningu í kvæð-
unum, um framgöngu kvenna í sálm-
unum, spáð í af hverju sálmarnir eru
50 og svo framvegis. Þetta er afar
aðgengilegt efni og traustlega stílað
hjá Merði og er hér einungis fátt eitt
talið; með sínum hætti eru þessir
kaflar góðir lyklar til að ljúka upp
kveðskapnum og þeir veita lesanda
sýn á það samfélag sem sálmarnir
eru sprottnir úr.
Ævi Hallgríms er sett á tímalínu
og til hliðsjónar eru skorðaðir á
tímakvarða viðburðir úr sögu Ís-
lands, sögu mannkyns og frá öld
„barokks og biblíu“. Alltaf má deila
um hvaða atvik er ástæða til að velja
og sitt sýnist hverjum í þeim efnum.
Pétur Hrafn Árnason lagði Merði lið
við þennan þátt og þegar lesið er lóð-
rétt í töfluna birtist æviferill Hall-
gríms í bjartara ljósi en ella; enginn
er eyland í heimi nútímans og ekki
heldur á 17. öld.
Í lokin er tvöföld heimildaskrá.
Ekki er vísað í heimildir í textaskýr-
ingunum, en í fyrri heimildaskránni
er rakið hvaða rit eða vefsíður liggja
til grundvallar skýringum og saman-
tekt á hverjum sálmi. Það fer vel á
því. Síðan er hefðbundin heimilda-
skrá. Loks er atriðisorðaskrá.
Bókarhönnun Birnu Geirfinns-
dóttur er stílhrein og einföld á ytra
borði eins og efninu sómir. Erindi
hvers sálms eru tölusett og þau
fljóta vel á síðunum, ef svo má taka
til orða, þrjú til fjögur á hverri síðu,
stundum fleiri, og loftar vel milli
þeirra; skýringar fyrir neðan hvert
erindi með smækkuðu letri og rauð-
lituð þau orð eða orðasambönd sem
skýrð eru; rauðlituð orð og skáletur
til áhersluauka annars staðar í texta.
Á vinstri síðu á undan hverjum sálmi
er viðeigandi kafli úr Guðspjöllum
og pistlum frá 1617 prentaður með
aukinni leturstærð, en á hægri síðu
er númer sálms og heiti með rauðu
letri. Allt saman einfalt og smekk-
legt.
Þessi útgáfa er tímamótaverk og
leiðsögumaður, bókarhönnuður og
forlag eiga mikinn heiður skilinn. Ef
trú Hallgríms var rétt situr hann nú
í sældum hjá Kristi herra sínum og
vini – og sé raunin sú, þá er það mín
trú að megi þeir líta í bók þá brosi
þeir nú báðir breitt.
Hallgrímur á háum tróni
Sálmar
Passíusálmarnir bbbbb
Eftir Hallgrím Pétursson.
Útgáfa og leiðsögn: Mörður Árnason.
Bókarhönnun: Birna Geirfinnsdóttir.
Crymogea 2015. 652 bls.
SÖLVI SVEINSSON
BÆKUR
Morgunblaðið/Golli
Leiðsögumaður „Mörður Árnason hefur unnið stórvirki með þessari út-
gáfu. Hún er í alla staði frábær. Hann titlar sig leiðsögumann,“ segir í rýni.
Ásjóna Hallgríms Mynd mín af Hallgrími nefnist sýning sem sýnd var í forkirkju Hallgrímskirkju árið 2006. Þar sýndu 27 íslenskir myndlistarmenn útfærslur sínar á hinni alkunnu mynd Hjalta
Þorsteinssonar af Hallgrími Péturssyni. Meðal þeirra sem tóku þátt voru (frá v. til h.) Sigrún Eldjárn, Kristín Geirsdóttir, Páll Guðmundsson frá Húsafelli, Helgi Þorgils og Kristín Þorkelsdóttir.
80 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015
35.900,-
Verð Kr.
USG CNIP4
Yfirskápur 4 skúffur.
Sterkur skápur með lás.
88.900,-
Verð Kr.
USG FIRP7B Verkfæraskápur
7 skúffur – 1/4", 3/8“ & 1/2" topplyklasett
Splittatangir, skrúfjárn, fastirlyklar, tangir,
skralllyklar, meitlar, sexkantar, rennimál,
þjalir.
115.900,-
Verð Kr.
USG FIRP7B-FOAM Verkfæraskápur
7 skúffur með frauðefnisbökkum. 1/4",
3/8“ & 1/2" topplyklasett. Splittatangir,
skrúfjárn, fastirlyklar, tangir, skralllyklar,
skiptilykill, meitlar, sexkantar, rennimál,
þjalir. 172 verkfæri í sterkum vagni með lás.
15.900,-
Verð Kr.
USG
B5094M
1/2“ & 1/4"
Topplyklasett 94 stk
Skrall 72 tanna, framlengingar,
hjörluliður, átaksskaft, djúpir-
toppar, kertatoppar, bitajárn.
USG GWB2045M
1/4“ Topplyklasett 45 stk
Skrall 72 tanna, framlengingar,
hjörluliður, átaksskaft,
bitar, sexkantar, bitajárn,
4.990,-
Verð Kr.
USG
GWB3029M
3/8“ Topplyklasett 29 stk
Skrall 72 tanna, hjöruliður,
djúpir & grunnirtoppar,
kertatoppar, framlengingar.
7.990,-
Verð Kr.
Síðumúla 11 - 108 Reykjavík Sími 568-6899
Póstfang: vfs@vfs.is Netsíða: www.vfs.is