Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Side 9

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Side 9
Formáli ritstjóra Ritröð Guðfrœðistofnunar fagnar tuttugu ára afmæli í ár. I aðfararorðum Jónasar Gíslasonar, ritstjóra fyrsta heftisins 1988, sagði að langþráður draum- ur hefði þar með ræst: Allt frá því að Guðfræðistofnun Háskóla fslands hefði verið komið á fót 1975 hefði verið stefnt að útgáfu slíkrar ritraðar en ekki getað orðið úr vegna fjárskorts. Fyrsta hefti Ritraðarinnar hafði að geyma greinar eftir alla fastráðna kenn- ara deildarinnar, sjö að tölu, og tengdist efni greina þeirra náið fræðasviði hvers um sig. Þannig skrifaði Bjarni Sigurðsson um jólasálma Lúthers, Björn Björnsson um hjónabandið og fjölskylduna, Einar Sigurbjörnsson um kristna trúfræði, Jón Sveinbjörnsson um lestur og ritskýringu, Jónas Gíslason um endurskoðun íslenskrar kirkjusögu og Þórir Kr. Þórðarson um hefð og frelsi. Síðara hefti fyrsta árgangsins (1988) innihélt efni frá málþingi um sálma- fræði sem haldið var á vegum Guðfræðistofnunar og Norræna hússins 1987. Fyrirlesarar voru bæði íslenskir og erlendir og voru erindi þeirra flestra birt í Ritröðinni. Segja má að þessi fyrstu tvö hefti hafi gefið forsmekk að þeirri rit- stjórnarstefnu sem hefur verið fram haldið æ ríðan. Síðastliðin tuttugu ár hafa kennarar deildarinnar verið iðnir að birta efni í Ritröðinni jafnframt því sem leitast hefur verið við að birta áhugavert efni frá málþingum og ráðstefnum um guðfræðileg og kirkjuleg efni. Þannig hafa sum hefti Ritraðarinnar verið helguð ákveðnu þema eða meginefni. Sama má segja um að bjóða erlendum fræðimönnum sem hingað koma að birta efni sitt á vettvangi Ritraðarinnar. Þá hafa fjölmörg afmælis- og heiðursrit orðið til á þessu tuttugu ára tímabili sem flest tengjast fyrrverandi kennurum guðfræðideildarinnar. Núverandi ritstjórn er trú fyrri ritstjórnarstefnu en vill jafnframt ítreka að Ritröð Guðfræðistofnunar er opin fræðafólki á fleiri sviðum en guðfræði. Þannig vill ritstjórnin stuðla að öflugum samtalsvettvangi þar sem rannsóknir í guðfræði og trúarbragðafræðum mæta öðrum fræðigreinum. Um leið og Ritröðin horfir fram á veginn lítur hún einnig yfir farinn veg. I þessu hefti birtist yfirlit yfir allt það efni sem birst hefur í Ritröðinni síð- 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.