Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 9
Formáli ritstjóra
Ritröð Guðfrœðistofnunar fagnar tuttugu ára afmæli í ár. I aðfararorðum
Jónasar Gíslasonar, ritstjóra fyrsta heftisins 1988, sagði að langþráður draum-
ur hefði þar með ræst: Allt frá því að Guðfræðistofnun Háskóla fslands hefði
verið komið á fót 1975 hefði verið stefnt að útgáfu slíkrar ritraðar en ekki
getað orðið úr vegna fjárskorts.
Fyrsta hefti Ritraðarinnar hafði að geyma greinar eftir alla fastráðna kenn-
ara deildarinnar, sjö að tölu, og tengdist efni greina þeirra náið fræðasviði
hvers um sig. Þannig skrifaði Bjarni Sigurðsson um jólasálma Lúthers, Björn
Björnsson um hjónabandið og fjölskylduna, Einar Sigurbjörnsson um kristna
trúfræði, Jón Sveinbjörnsson um lestur og ritskýringu, Jónas Gíslason um
endurskoðun íslenskrar kirkjusögu og Þórir Kr. Þórðarson um hefð og
frelsi.
Síðara hefti fyrsta árgangsins (1988) innihélt efni frá málþingi um sálma-
fræði sem haldið var á vegum Guðfræðistofnunar og Norræna hússins 1987.
Fyrirlesarar voru bæði íslenskir og erlendir og voru erindi þeirra flestra birt í
Ritröðinni. Segja má að þessi fyrstu tvö hefti hafi gefið forsmekk að þeirri rit-
stjórnarstefnu sem hefur verið fram haldið æ ríðan. Síðastliðin tuttugu ár hafa
kennarar deildarinnar verið iðnir að birta efni í Ritröðinni jafnframt því sem
leitast hefur verið við að birta áhugavert efni frá málþingum og ráðstefnum
um guðfræðileg og kirkjuleg efni. Þannig hafa sum hefti Ritraðarinnar verið
helguð ákveðnu þema eða meginefni. Sama má segja um að bjóða erlendum
fræðimönnum sem hingað koma að birta efni sitt á vettvangi Ritraðarinnar.
Þá hafa fjölmörg afmælis- og heiðursrit orðið til á þessu tuttugu ára tímabili
sem flest tengjast fyrrverandi kennurum guðfræðideildarinnar. Núverandi
ritstjórn er trú fyrri ritstjórnarstefnu en vill jafnframt ítreka að Ritröð
Guðfræðistofnunar er opin fræðafólki á fleiri sviðum en guðfræði. Þannig vill
ritstjórnin stuðla að öflugum samtalsvettvangi þar sem rannsóknir í guðfræði
og trúarbragðafræðum mæta öðrum fræðigreinum.
Um leið og Ritröðin horfir fram á veginn lítur hún einnig yfir farinn veg.
I þessu hefti birtist yfirlit yfir allt það efni sem birst hefur í Ritröðinni síð-
7