Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Side 44

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Side 44
textann í samræmi við þekkingu sína á kristnum sið. Frásagnirnar af kristnum landnámsmönnum í Landnámu og svo í Olafs sögunni hins vegar gefa þannig mikilsverða vísbendingu um þróun textans í samræmi við breyttan tíðaranda. Frásögn Landnámugerðanna Hauksbókar og Sturlubókar af hinum kristna Ásólfi og samanburðurinn við frásögnina í Ólafs sögunni er athyglisverður. Þessar þrjár gerðir af sögunni af Ásólfi má nota til þess að velta fyrir sér elstu gerð og líklegri umbreytingu. Jafnframt þessu má álykta um notkun ritara Ólafs sögunnar á heimildum. Ýmislegt í frásögninni af Ásólfi í Ólafs sögunni kemur heim við texta Hauksbókar. Leiða má líkur að því, að þar hafi ritstjóri Ólafs sögunnar notast við svipaða heimild og Haukur. Ung og vanger kristni Kristnir urðu menn engan veginn á einni nóttu. Það hefur væntanlega tekið tíma fyrir menn að öðlast skilning á flóknum boðskap hins nýja siðar. Lýðurinn hefur því fremur verið kristinn að nafninu til um langt skeið. Jafnvel uppfræddir klerkar hafa ekki getað breytt þessu í einu vetfangi enda þeir sjálfir aldir upp við hina fornu heimsmynd.1 Væntanlega hefur því eimt eftir af forneskjunni eins og hinn forni átrúnaður var gjarnan kallaður, um aldir og „gneistar heiðninnar“ lifað með mönnum langa hríð. Jafnvel þegar komið er undir lok 12. aldar kvartar biskupinn Þorlákur Þórhallsson yfir siðferði og slökum lærdómi sinna manna, sem hann neyddist samt til þess að vígja, „þótti þat ábyrgðarráð mikit at vígja menn er til þess sóttu langan veg ok hann sá þá mjQk vanfæra til, bæði sakir lítils lærdóms ok annarra hátta sér óskapfelldra.“(Þorl. 76). Það hefur verið mikilvægt verkefni forsvarsmanna hins nýja siðar að frelsa almenning frá villu síns vegar. Þetta var gert með uppfræddum guðsmönnum og skiljanlegu guðsorði. Helgum textum var snemma á öldum snarað yfir á tungu landsmanna og gert átak í að skýra og skilja hinn nýja sið. Þýðingar á biblíunni og kennsluefni eins og Elucidarius bera vitni um slíkt starf.2 1 Mikil umræða hefur verið meðal fræðimanna um þróun átrúnaðar. Nýlegar rannsóknir leggja áherslu á sífellda og stöðuga þróun fremur en algjör umskipti. Sjá Hjalta Hugason 2000, bls.7-13; Bertil Nilsson 1992. 2 Tólftu aldar maðurinn höfundur fyrstu málfræðiritgerðarinnar nefnir „þýðingar helgar“ meðal þess sem fýrsta sem var á skinn sett hér á landi. Fyrsta málfrœðiritgerðin bls. 208. 42
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.