Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 46

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 46
Geirstadalven gjenfodt kan bare være kommet opp i en tid da dette var nat- urligt sak, da forn siðr ikke var langt unna, helst mens Olav enná levde.“6 Hægt er að greina, að ritarar hafi reynt að fela þessa óheppilegu forneskju um Ólaf helga eða betrumbæta textann í samræmi við kristilegri lífskoðun t.d. í Flateyjarbókartextanum, þar sem Ólafur helgi er látinn sverja af sér slíka villu með mærðarfullu tali. „Aldri hafði önd mín tvá líkami, ok eigi mun hon hafa, eigi nú ok eigi á upprisudeginum, ok ef ek segða annat, þá er eigi almennilig trúa rétt í mér.“(Flat.II,219). Ennfremur tekur höfund- urinn fram, að það hafi verið „auðfundit, at Ólafr konungr vildi þessa villu ok vantrú með öllu eyða ok af má...“(Flat.II.219). Þó eldri ritari Ólafs sögu helga hafi verið kristinn maður hefur hin forna heimsmynd átt svo sterk ítök í honum að honum hefur verið fyrirmunað skilja það, að slík sögn var ekkert annað en heiðnar leifar og því óhæfar í sögu af kristinni hetju. Kristileg bragarbót I sagnabálki miklum frá 14. öld; hinni svokölluðu Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu, sem settur var saman af guðfræðilegri mennt og upplýstum lærdómi í byrjun 14. aldar, má m.a. sjá texta ættaðan úr Sturlubókargerð Landnámu.7 Nú er það svo, að nokkrir landnámsmenn sem nefndir eru í Landnámu, voru taldir kristnir og fá að vonum umfjöllun. Ekki er hægt að segja að kristni þessara manna hafi verið í öllu í samræmi við rétttrúnað. Til að byrja með er hér um að ræða keltneska kristni þar sem vafasamur dýrlingur eins og Kolumkilla er í afhaldi. Það er athyglisvert að sjá má mun á því hvernig fjallað er um þessa kristnu menn annars vegar í Landnámu þ.e. Sturlubók og Hauksbók og svo hins vegar Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu. I sögunni er mun kristlegri blær yfir frásögnunum af þessum kristnu landnámsmönnum. Þessi kristilegi blær lýsir sér bæði í orðalagi og 6 Anne Holtsmark 1969, bls.92. 7 Þetta hefur verið almannarómur fræðimanna langa hríð, Finnur Jónsson segir t.d.af glöggskyggni um þessa kafla: „Det er ikke den ringeste tvivl om, at disse uddrag er hæntede fra en afskrift af Stb., men en anden og bedre end den, vi har.“ (1900, bls.xxxix). Ólafur Halldórsson gerði nákvæman textasamanburð á þessum textum og komst að sömu niðurstöðu: „að sögusmiðurinn muni hafa tekið þessa kafla eftir handriti af Sturlubók, en það handrit hafi haft betri texta og staðið nær frumgerð en Resensbók." (2000, bls.34-35). Vtsað er í kafla Landnámu í sviga. 44 J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.