Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 48
Stórmerki undir Eyjafjöllum Frásagnir af einbúanum Ásólfi
í Landnámabók er að finna merkilega frásögn af kristnum kraftaverkamanni.
Þessi frásögn er í báðum helstu gerðum Landnámu þ.e. Sturlubók og
Hauksbók og hefur Haukur umtalsverðar viðbætur fram yfir frásögn
Sturlu.9 Svo skemmtilega vill til, að frásögnina er einnig að finna í nokkuð
breyttri mynd í samsteypuritinu Ólafs sögu Tryggvasonar, frá byrjun 14.
aldar. Það hefur valdið mönnum ómældum heilabrotum hvernig beri að
skilji þessi tengsl.10 Það sem hér er forvitnilegt að skoða, er hvort sjá
megi merki um kristilega ritskoðun eða bragarbót. Eins og fyrr er nefnt
studdist sögusmiðurinn guðhræddi við Sturlugerð Landnámu auk margra
annarra rita. Ekki er ólíklegt að hann hafi ennfremur stuðst við aðra gerð
af Landnámu og að því ýjar Ólafur Halldórsson á einum stað. Þar segir
hann: „Að sjálfsögðu getur verið að sögusmiðurinn hafi þekkt fleiri gerðir
Landnámu en Sturlubók...“n Mér finnst nærtækt að álykta að notast hafi
verið við hina glötuðu Styrmisbók. Skömmu áður en hinn atorkusami ritari
Ólafssögunnar miklu settist við skriftir var Haukur Erlendsson að rita bók
um landnám á íslandi „epter þeiri bók sem ritad hafdi herra Sturla logmadr
hinn frodazti madr ok eptir þeiri bok annarri er ritad hafdi Styrmir hinn
fródi.“(H.354). Það er því Ijóst að á þeim tíma hafa þessar bækur fylgst að. I
frásögninni um Asólf í Ólafs sögunni, má sjá nokkuð af sértexta Hauksbókar,
sem ætla má að eigi uppruna sinn frá Styrmi. Ef þessar frásagnir eru bornar
saman má glöggt sjá tilhneigingar ritara og ákveðna þróun í textanum. Hér
ætla ég að taka til umræðu frásögn af kraftaverkamanninum Ásólfi, sem er
að finna í tveimur gerðum Landnámu þ.e. Hauksbók og Sturlubók og svo
jafnframt í Ólafs sögu samsteypunni. Munurinn á milli þessara texta er
töluverður og því áhugavert að skoða hugsanlega þróun í texta. í Sturlubók
er að finna sögulega frásögn af hinum írska kraftaverkamanni Ásólfi. Þar
segir af einsetu hans undir Eyjafjöllum og gnótt fiskjar í lækjum og ám.
Það er sérstaklega tekið fram að hann „villdi ekki eiga vid heidna menn
9 Þriðja miðaldagerð Landnámu hin svokallaða Melabók kemur hér ekkert við sögu. Hún er hér
eingöngu varðveitt í samsteypugerðinni Þórðarbók og sýnir engin veruleg frávik. Sjá Skarðsárbók
16-18 nm.
10 Flestir hafa þó hafnað beinum tengslum við Landnámu t.d. segir Jakob Benediktsson „hún er
frábrugðin gerðinni í H um margt og ekki úr Landn. komin.“(1968, bls.63nm).
11 Ólafur Halldórsson 2000, bls.32.
46
j