Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 50

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 50
þriggja „ok flutti til kirkju“. Kirkjan að Ásólfsskála var helguð Ólafi helga,14 en þar sem Styrmir er þekktur fyrir ritun Ólafs sögu helga15 gætu hér verið tengsl á milli. Kirkjan á Hólmi á Akranesi, sem einnig kemur við sögu var einnig „vigd vorvm herra oc greindum sancto olauo.“16 Þarna má því sjá vísbendingar um hlut Styrmis í þessari helgisögn. Ennfremur má sjá í Ólafs sögu enni mestu tilraun til þess að tengja Ásólf við dýrðlegan Ólaf þó þar sé reyndar um Ólaf Tryggvason að ræða. Þar segir „ok er sva sagt at þa er ol t(ryggva) s. red fyrir noregi at hann hefdi mikla frett af fyrr sQgdvm asolfí. ok let konvngr þav ord vm fara at han skilldi honvm til sín bodít hafa ef þeir hefdi þan tima badir lifat17( Ól.Tr. , 277). Rannsóknir hafa sýnt, að töluverð brögð voru á því að þeim nöfnunum Ólafanum hefur verið ruglað saman, og að í kringum Ólaf Tryggvason safnaðist efni, sem upphaflega mun hafa átti heima í sögu Ólafs helga.18 Þessi atriði vísa því til Styrmis hins fróða og hans áhugamála. Annað atriði, sem Sveinbjörn Rafnsson gaf gaum að, er tilvísunin til Gríms Jónssonar í Holti.19 Svo heppilega vill til, að varðveittur er gamall máldagi Holtskirkju þar sem sagt er frá alþingisdómi, sem dæmdur var að fyrirsögn „Styrmiss prestz hins froda og grims jonssonar ,..“20 Þar sem 14 Isl. forn. I, bls.255. Til er máldagi Þorláks Þórhallssonar biskups sem er ársettur 1179 og er því ljóst að snemma hefur kirkja verið byggð þarna, ekki er minnst á Ólaf helga í þessum máldaga en í máldaga sem Jón Halldórsson biskup setti og er árfærður til 1332 en þar segir Olafs kirkja at asolfs skala“ Isl.forn.II, bls.682. 15 Fyrir þessari sagnaritun Styrmis hins fróða eru öruggar heimildir enda varðveittir „smáir articuli“úr bók hans í Flateyjarbók. (Flat.1V bls.l) En jafnframt er ljóst að aðrir ritarar sagna um Ólaf helga hafa ótæpilega sótt til Styrmis þar á meðal Snorri Sturluson sjá umfjöllun Sigurðar Nordals 1914, bls.73. 16 ísl.forn.IIl, bls.261.. Um tvær kirkjur er að ræða á Hómi á Akranesi, þ.e. Ytri og Innri, ef miðað er við landnámsjörð Ketils er eðlilegra að ætla að um Ytri-Hólm hafi verð að ræða, í Sturlubók stendur reyndar Hólminum iðra. Sjá Ólaf Lárusson 1944, bls.301 -304. 17 Sveinbjörn Rafnsson telur að þessi tengsl Ólafs Tryggvasonar og Ásólfs sé sterkt sönnunargagn í máli hans um tengsl þáttarins við forna Ólafs sögu Tryggvasonar. Hann segir „Ólafur Tryggvasons existens i legenden kan vál knappast harstamma frán annat háll án Gunnlaugurs Ólafs saga Tryggvasonar/'C 1974, bls 74) Greina má breytta afstöðu Sveinbjarnar í nýlegu riti og er hann þar til muna varkárari í fullyrðingum, „Forrit Sturlu gæti verið erki-rit A- og S-gerða, þ.e. gömul Ólafs saga Tryggvasonar (X).“(2001, bls.70). 18 Lönroth 1963, 60. Ekki þarf að undrast þennan samanslátt því þeir voru konungur með 30 ára millibili og koma báðir nálægt kristnun Noregs. Benda má að nútímamenn eiga í erfiðleikum að skilja hér á milli, í Þjóðminjasafni Dana koma þær upplýsingar fram á skilti að Ólafur helgi hafi kristnað lslendinga og Grænlendinga! 19 Sveinbjörn Rafnsson 1974, bls.77. 20 IsI.forn.II 85. Jón Jóhannesson ræddi þennan máldaga í bók sinni en tengdi þó ekki Grím við frásögnina af Ásólfi (1941 ,bls. 13,139). 48 J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.