Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Qupperneq 50
þriggja „ok flutti til kirkju“. Kirkjan að Ásólfsskála var helguð Ólafi helga,14
en þar sem Styrmir er þekktur fyrir ritun Ólafs sögu helga15 gætu hér verið
tengsl á milli. Kirkjan á Hólmi á Akranesi, sem einnig kemur við sögu var
einnig „vigd vorvm herra oc greindum sancto olauo.“16 Þarna má því sjá
vísbendingar um hlut Styrmis í þessari helgisögn. Ennfremur má sjá í Ólafs
sögu enni mestu tilraun til þess að tengja Ásólf við dýrðlegan Ólaf þó þar
sé reyndar um Ólaf Tryggvason að ræða. Þar segir „ok er sva sagt at þa er ol
t(ryggva) s. red fyrir noregi at hann hefdi mikla frett af fyrr sQgdvm asolfí.
ok let konvngr þav ord vm fara at han skilldi honvm til sín bodít hafa ef þeir
hefdi þan tima badir lifat17( Ól.Tr. , 277). Rannsóknir hafa sýnt, að töluverð
brögð voru á því að þeim nöfnunum Ólafanum hefur verið ruglað saman,
og að í kringum Ólaf Tryggvason safnaðist efni, sem upphaflega mun hafa
átti heima í sögu Ólafs helga.18 Þessi atriði vísa því til Styrmis hins fróða
og hans áhugamála. Annað atriði, sem Sveinbjörn Rafnsson gaf gaum að, er
tilvísunin til Gríms Jónssonar í Holti.19 Svo heppilega vill til, að varðveittur
er gamall máldagi Holtskirkju þar sem sagt er frá alþingisdómi, sem dæmdur
var að fyrirsögn „Styrmiss prestz hins froda og grims jonssonar ,..“20 Þar sem
14 Isl. forn. I, bls.255. Til er máldagi Þorláks Þórhallssonar biskups sem er ársettur 1179 og er því
ljóst að snemma hefur kirkja verið byggð þarna, ekki er minnst á Ólaf helga í þessum máldaga
en í máldaga sem Jón Halldórsson biskup setti og er árfærður til 1332 en þar segir Olafs kirkja
at asolfs skala“ Isl.forn.II, bls.682.
15 Fyrir þessari sagnaritun Styrmis hins fróða eru öruggar heimildir enda varðveittir „smáir articuli“úr
bók hans í Flateyjarbók. (Flat.1V bls.l) En jafnframt er ljóst að aðrir ritarar sagna um Ólaf helga
hafa ótæpilega sótt til Styrmis þar á meðal Snorri Sturluson sjá umfjöllun Sigurðar Nordals 1914,
bls.73.
16 ísl.forn.IIl, bls.261.. Um tvær kirkjur er að ræða á Hómi á Akranesi, þ.e. Ytri og Innri, ef miðað
er við landnámsjörð Ketils er eðlilegra að ætla að um Ytri-Hólm hafi verð að ræða, í Sturlubók
stendur reyndar Hólminum iðra. Sjá Ólaf Lárusson 1944, bls.301 -304.
17 Sveinbjörn Rafnsson telur að þessi tengsl Ólafs Tryggvasonar og Ásólfs sé sterkt sönnunargagn í
máli hans um tengsl þáttarins við forna Ólafs sögu Tryggvasonar. Hann segir „Ólafur Tryggvasons
existens i legenden kan vál knappast harstamma frán annat háll án Gunnlaugurs Ólafs saga
Tryggvasonar/'C 1974, bls 74) Greina má breytta afstöðu Sveinbjarnar í nýlegu riti og er hann
þar til muna varkárari í fullyrðingum, „Forrit Sturlu gæti verið erki-rit A- og S-gerða, þ.e. gömul
Ólafs saga Tryggvasonar (X).“(2001, bls.70).
18 Lönroth 1963, 60. Ekki þarf að undrast þennan samanslátt því þeir voru konungur með 30 ára
millibili og koma báðir nálægt kristnun Noregs. Benda má að nútímamenn eiga í erfiðleikum
að skilja hér á milli, í Þjóðminjasafni Dana koma þær upplýsingar fram á skilti að Ólafur helgi
hafi kristnað lslendinga og Grænlendinga!
19 Sveinbjörn Rafnsson 1974, bls.77.
20 IsI.forn.II 85. Jón Jóhannesson ræddi þennan máldaga í bók sinni en tengdi þó ekki Grím við
frásögnina af Ásólfi (1941 ,bls. 13,139).
48
J