Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Síða 51
þeir tveir Styrmir og Grímur voru samtímamenn og sömuleiðis kunnugir
hvorir öðrum er ekki fjarstætt að ætla, að Styrmir hafi fengið sérstakar
upplýsingar um Asólf frá Grími þessum. Enn sterkari verður grunurinn
þegar þess er gætt, að Grímur var áhugamaður um jarteiknir og greinilega
heittrúaður sjálfur21. Hér er því varla ástæða til annars en taka orð Hauks
sjálfs bókstaflega, þ.e. að hann hafi hér haft úr Styrmisbók „sem framar
greindi.“22(H.354).
I Sturlubók og Hauksbók er þessi frásögn af Asólfi með ákveðnum
helgiblæ. Bent hefur verið á, að kraftaverk í sambandi við óvænta fiskigegnd
ám og lækjum megi beinlínis tengja við ýmsa írska dýrlinga. Judith Jesch
tekur svo til orða, að kraftaverkið sé „almost a hallmark of Irish saints"23 og
bendir þar á Columcille, og Patrek sérstaklega. Það er athyglisvert að þeir
voru báðir trúboðsdýrlingar og það er einnig þekkt í frásögn af Columcille
að hann fór í 12 manna hópi til trúboðsstarfa á Skotlandi.24 Það er því
óhætt að fullyrða, að báðar frásagnirnar bera írsk einkenni þó frásögn
Hauksbókar bæti hér um betur.
Því hefur verið haldið fram að Hauki hafi verið sérstaklega í mun að telja
upp allt írskt, en það held ég sé orðum aukið.25 Ekki er hægt að segja að
dæmin, sem Helgi Guðmundsson rekur skipulega séu tiltakanlega mörg og
fullt eins væri hægt að hugsa sér að þessi atriði vitnuðu einmitt um áhuga-
mál Styrmis. Ekki ætla ég að fara út í þá sálma hér en benda á eitt atriði
sem gefur ótvírætt til kynna írskættuð áhugamál Styrmis. Þó Landnámutexti
Styrmis sé ekki varðveittur nema í samsteypuriti Hauks Erlendssonar vill
21 Hann er nefndur í jarteinabók Þorláks helga, hann heitir þar á Þorlák byskup sem bregst vel við,
síðan segir „sagði Grímr sjálfr þessa jartein Páli byskupi, ok virðu allir mikils þessa jartein þeir
er frá heyrðu sagt.“Jarteinabók. ,bls. 104.
22 Hér vísa ég til alþekktra orða Hauks Erlendssonar um verklag sitt þ.e. að hann hafi notast við
tvær gerðir af Landnámu þ.e. Stulubók og Styrmisbók.
23 Jesch, Judith 1985,bls.516.
24 Kálund nefnir þetta og vísar til A.D. Jörgensen í „Den nord. Kirkes Gundlæggelse“ bls. 212-
213(Kálund I, bls. 271nm.). A þetta bendir einnig Judith Jesch 1985, bls.516, en frásagnir af
þessum írsku dýrlingum er að finna í Tripartie Life of Saint Patrick I-II. 1887. (Ed. Whitley
Stokes, Rerm Briannicarum medii ævi Scriptorer 89.) og Admonan 's Life of Columba 1961, (Eds.
Alan Orr Anderson and Marjorie Ogilvie Anderson.). Jakob Benediktsson minnist einnig á þetta
einkenni skoskra trúboða (1968, bls. 62nm) en vísar þar til Kálunds.
25 Jón Jóhannesson benti íýrstur á þetta (1941, bls.189) Helgi Guðmundsson (1967, bls. 73-76)
gerði síðan skipulega úttekt á þessum mun.
49