Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Side 54
af lágu standi sem þurrkar af fótum sér á gröf Ásólfs og í báðum tilvikum
veldur það honum sýnilega hugarangri. I fljótu bragði sýnist þetta ekki
ýkja mikið og ýmsir hafa viljað vísa á bug beinum rittengslum.36 Þegar vel
er að gáð er þó sjáanlegt, að einhvern sameiginlegan uppruna hljóta þessar
sögur um hinn næstum því heilaga Ásólf að eiga. í því efni er ég sammála
Sveinbirni Rafnssyni sem segir um þessa texta: „Det át dock alldeles klart,
att et samband av skriftligt slag mellan legendvarianterna föreligger.“37
Kvenmaðurinn í Hauksbókartextanum er fjósakona og svo segir þar frá „þa
vandizt fióskona ein at þeRa fætr sina aa þúfu þeiri er var a leidi Asolfs.“
Hann birtist henni síðan í draumi og „avitadi hana vm þat er hun þerdi
fietr sina saurga a hvsi hans.“(H.21). í Ólafs sögu textanum koma þessar
upplýsingar um kvenmanninn sem í þessu tilviki er sögð griðkona, fyrst í
draumi bóndans Halldórs Illugasonar en þar lætur Ásólfur hann vita „mer
mis likar er grið kona þin þerrir fætr sina aa leiði minu iafnan er hun gengr
fra stauðli.”(Ól.Tr.278). Jafnframt segir af athugun Halldórs „Siþan merkdi
hann þvfu þa er grið konan þerði fietr sína ^.“(Ól.Tr.279.)38 Hérna koma
fram smáatriði eins og að konan hafi þerrað fætur sínar á þúfu svo hér er
vart hægt að efast um rittengsl.39 Það er áhugavert að skoða muninn á
textunum og gefur held ég mikilvægar upplýsingar. í Hauksbókartextanum
er sagt frá þremur draumum. Dreymendurnir eru fjósakonan fyrrnefnda,
munkur og svo að lokum bóndinn Halldór. f Ólafs sögunni er það eingöngu
bóndann Halldór sem dreymir og það er sérstaklega tekið fram að hann
„var uel kristinn“(Ól.Tr.278). Þess er jafnframt getið í Flateyjarbók og AM
36 Jón Jóhannesson taldi til dæmis að frásögnin í Ólafs sögu Tryggvasonar hinni miklu væri „rituð
eftir óháðum sögnum.“ (1941, bls.190). Jakob Beneditsson er á sama máli „Líklegt má telja að
Haukur hafi þekkt þátt eða öllu heldur helgisögu um Ásólf alskik og notað hann í H 21; í Ólafs
sögu Tryggvasonar hinni mestu er kaflinn um Halldór Illugason einnig, en virðist skráður eftir
sögu sem er óháð H.(1968,bls.lxxix).
37 Sveinbjörn Rafnsson 1974,bls.75.
38 Skáletrun er höfundar.
39 Hér get ég ekki verið sammála Ólafi Halldórrsyni sem telur ekkert af sértexta Hauks að finna
í þessari frásögn, Ólafur Halldórsson (2000, bls.28), Jón Jóhannesson taldi sömuleiðis enga
ástæðu til þess að gera ráð fyrir rittengslum Björn M. Ólsen hélt því aftur á móti fram að
frásögnin í Hauksbók væri „i det mindste med hensyn til Ásólfr udvidet Landn.s beretning ved
tilfojelser af legendarisk indhold." (Björn M. Ólsen 1893, bls.309). Judith Jesch telur að „Haukr's
additions do not have exact parallels in ÓsTm text.”(1985, bls.519). Bendir á líkindin við sögnina
um einsetumanninn Mána í Þorvaldsþætti víðforla. (1985, bls.519).
52
1