Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Síða 68
herra Guðmundi Arasyni bréf, þar sem hann segir frá vitrun hennar. Bréfið
er varðveitt í Guðmundar sögu og þar segir:
„minnist þér, heilagur faðir, hvað vér töluðum af líkamlegri upprisu sællar
Guðs móður, hvers eg minnumst í þessu mínu bréfi, skrifandi yður það letur
er vottar hversu gerst hefir með vitran hennar upprisu.“5
Frásögninni lýkur með orðunum: „ Leiðist það af vináttu vorrar frú og herra
Guðmundar að drottningin eignast þvílíkan part í hans lífssögu“.6 Þannig
segir 14. aldar höfundurinn Arngrímur Brandsson frá vitrun Elísabetar:
Fyrrnefnd systir Elísabet hafði ellifu ára gömul í klaustur gengið og Iifði svo
dýrlegu lífi sem allsvaldandi Guð og hans blessaða móðir virðust bæði vitni
um bera, því að þann tíma sem þessi nunna hafði lifað í klaustri önnur ellifu
ár, hafandi tvo vetur og tuttugu, auðgaði guð hana svo óendalegri huggan, að
heilög Guðs móðir birtist henni oftlega, talandi með henni ýmislegar greinir og
skynsemdir heilagra ritninga. Hér með birtir henni enn oftlegar einn guðs engill,
sá er vandist hana að læra með einkanlegri speki. Kenndi hún þenna engil jafnan
hinn sama til sín komanda sem sannan vin og kæran félaga. Og er hún blómgast
með þvílíkum gjöfúm, stundar hún því framar að líka sem best Guði í öllum
hlutum, geymandi sitt lítillæti með góðum verkum. Og það gerist, sfðan hún
skilur að vor frú, Guðs móðir María, virðist hennar oftlega að vitja, að hún segir
leynilega einum andlegum föður sínum þar í klaustrinu, hver henni gefúr það
ráð að spyrja nokkurs drottninguna þá er hún birtist henni næsta sinn. Systirin
segist þess spyrja vilja sem hinn gamli maður vill henni ráð til gefa.
Hann segir: Það bið eg, dóttir mín, að þú spyrjir hana hvort hún hafi af
dauða risið og lifi nú í Guði bæði með önd og líkama.7
Það líður nokkur tími og María birtist nokkrum sinnum þar til hún álítur
að Elísabet sé orðin nógu verðug til þess að fá svar við þessari stóru spurn-
ingu. Grípum nú aftur niður í frásögn Arngríms, þar sem segir frá veik-
indum Elísabetar á sjálfum himnafarardeginum 15. ágúst:
En þann tíma sem háleit þjónusta gerist á þeim blessaða degi, líður yfir hana
þungi eða ómegin, og því næst sér hún mjög fjarri eina steinþró. I þrónni
lítur hún liggja einn kvenlegan líkama. Alla vega umbergis stóðu heimamenn
himinríkis, bjartir Guðs englar með skínanda Ijósi skærrar birti. Og eftir
lítinn tíma rís þessi upp með dýrð mikilli er áður lá í gröfinni.8
5 Biskupa sögur. Kaupmannahöfn 1858 - 1878. II, 151.
6 Biskupa sögur II, 155.
7 Biskupa sögur II, 151.
8 Biskupa sögur II, 152.
66