Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 74
trúarlífið á tímum Gamla testamentisins, sögu þess og sérkenni, og ég tel
alls ekki að ný áhersluatriði felli þær úr gildi.
Undanför breytinga
Á sjöunda áratug síðustu aldar má greina byrjun þess sem í vændum var
þó að ekki færi hátt fyrst í stað. Hér er átt við skrif hinna kunnu gamla-
testamentisfræðinga, Bandaríkjamannsins Brevard S. Childs og Þjóðverjans
Claus Westermann (1909-2000). Báðir viku þeir frá einhliða áherslu á upp-
runaleit sálmanna í tengslum við helgihaldið á tímum Gamla testamentisins
en lögðu í staðinn áherslu á nauðsyn þess að gefa gaum að sálmasafninu
í heild sinni, tengingum milli einstakra sálma og spurningunni um hvort
niðurröð sálmanna væri meira en tilviljun ein.
Vissulega voru þessir tveir kunnu fræðimenn ekki þeir allra fyrstu sem
gáfu gaum að þessi, eins og nærri má geta. Þannig höfðu ýmsir rabbínar
oft bent á skyldleika nálægra sálma með því að vekja athygli á ákveðnum
lykilorðum sem virtust tengja þá saman. Þetta vakti löngum meiri áhuga
Gyðinga en kristinna fræðimanna. Úr hópi kristinna fræðimanna hafði
þó einn kunnasti þýski gamlatestamentisfræðingur 19. aldarinnar Franz
Delitzsch (1813-1980) einmitt gefið gaum að þessu atriði, eins og berlega
kemur í ljós við athugun á skýringariti hans við sálmana.9 En minnast má
þess að Delitzsch var einmitt afar vel að sér í gyðinglegum fræðum og mikill
áhugamaður um aukið samtal Gyðinga og kristinna manna á vettvangi
biblíufræða og víðar.
En grein Claus Westermann frá árinu 196210 reynist hafa að geyma
sitthvað sem síðar átti eftir að verða tekið til betri skoðunar og má hann
því vel kallast undanfari þeirra viðhorfa sem hafa verið talsvert ríkjandi
í sálmarannsóknum á síðari árum. Westermann benti réttilega á að
harmsálmar séu mjög áberandi í fyrrihluta sálmasafnsins, einkum í bók I
og II en lofsöngvar (hymnar) á hinn bóginn fyrirferðarmiklir í niðurlagi
safnsins, einkum í bók IV og V. Á þann hátt mátti segja að sálmasafnið í
heild endurspegli harmsálmana sjálfa sem enda yfirleitt í lofgjörð. Þá vakti
9 Delitzsch, Franz 1881: Biblical Commentaiy on the Psalms.
10 Westermann, C. 1962: Zur Sammlung des Psalters. Theologia Viatomm 8, s. 278-284.
72