Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 74

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 74
trúarlífið á tímum Gamla testamentisins, sögu þess og sérkenni, og ég tel alls ekki að ný áhersluatriði felli þær úr gildi. Undanför breytinga Á sjöunda áratug síðustu aldar má greina byrjun þess sem í vændum var þó að ekki færi hátt fyrst í stað. Hér er átt við skrif hinna kunnu gamla- testamentisfræðinga, Bandaríkjamannsins Brevard S. Childs og Þjóðverjans Claus Westermann (1909-2000). Báðir viku þeir frá einhliða áherslu á upp- runaleit sálmanna í tengslum við helgihaldið á tímum Gamla testamentisins en lögðu í staðinn áherslu á nauðsyn þess að gefa gaum að sálmasafninu í heild sinni, tengingum milli einstakra sálma og spurningunni um hvort niðurröð sálmanna væri meira en tilviljun ein. Vissulega voru þessir tveir kunnu fræðimenn ekki þeir allra fyrstu sem gáfu gaum að þessi, eins og nærri má geta. Þannig höfðu ýmsir rabbínar oft bent á skyldleika nálægra sálma með því að vekja athygli á ákveðnum lykilorðum sem virtust tengja þá saman. Þetta vakti löngum meiri áhuga Gyðinga en kristinna fræðimanna. Úr hópi kristinna fræðimanna hafði þó einn kunnasti þýski gamlatestamentisfræðingur 19. aldarinnar Franz Delitzsch (1813-1980) einmitt gefið gaum að þessu atriði, eins og berlega kemur í ljós við athugun á skýringariti hans við sálmana.9 En minnast má þess að Delitzsch var einmitt afar vel að sér í gyðinglegum fræðum og mikill áhugamaður um aukið samtal Gyðinga og kristinna manna á vettvangi biblíufræða og víðar. En grein Claus Westermann frá árinu 196210 reynist hafa að geyma sitthvað sem síðar átti eftir að verða tekið til betri skoðunar og má hann því vel kallast undanfari þeirra viðhorfa sem hafa verið talsvert ríkjandi í sálmarannsóknum á síðari árum. Westermann benti réttilega á að harmsálmar séu mjög áberandi í fyrrihluta sálmasafnsins, einkum í bók I og II en lofsöngvar (hymnar) á hinn bóginn fyrirferðarmiklir í niðurlagi safnsins, einkum í bók IV og V. Á þann hátt mátti segja að sálmasafnið í heild endurspegli harmsálmana sjálfa sem enda yfirleitt í lofgjörð. Þá vakti 9 Delitzsch, Franz 1881: Biblical Commentaiy on the Psalms. 10 Westermann, C. 1962: Zur Sammlung des Psalters. Theologia Viatomm 8, s. 278-284. 72
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.