Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 78
það. Þannig virðist augljóst að upphafsorð S1 1 (asrej = sæll) kallist á
við sama hugtak í niðurlagi S1 2 og rammi sálmana þannig inn, myndi
svokallað inclusio. McCann telur að aðalboðskapur S1 2 felist í konungdæmi
Jahve en ekki mennsks konungs af ætt Davíðs. Þannig innleiði sálmurinn
grundvallarinntak kennslunnar í sálmunum, þ.e. að „Drottinn ríkir, hann
er konungur.“ Þetta megininntak er svo áréttað í lok 2. bókar sálmasafnsins
(S1 72) sem og í niðurlagi 3. bókar (S1 89) og ennfrekar í hinum svokölluðu
krýningarsálmum í 4. bókinni (S1 93; 95-99). Það er vegna þess að Drottinn
ríkir sem allar verur, bæði menn og dýr, eru hvattar til að syngja lof (S1
150). Lofgjörðin er þannig takmark alls mennsks lífs, samkvæmt túlkun
McCann.
En lofgjörðin kemur ekki ætíð greiðlega. McCann bendir hér á miðlæga
stöðu S1 73, upphafssálms 3. bókar Saltarans. Sálmurinn myndi tengsl við S1
1 og2, upphafsversið við þann fyrri og lokaversið við þann síðari. Sálmurinn
marki jafnframt guðfræðileg þáttaskil innan sálmasafnsins. I honum er sjón-
um beint að vandamáli þjáningar hins réttláta manns þegar hinum rangláta
manni virðist allt ganga í haginn. McCann segir sálminn sýna merkingu
hugtaksins „hjartahreinn“ (sbr. v. 1 og 13). Að vera hjartahreinn feli það
í sér að halda áfram að hlýða, þjóna og lofsyngja Drottni jafnvel í miðri
þjáningunni.
Frá hlýðni til lofsöngs
Sálmur 73 gegnir einnig lykilhlutverki í athyglisverðri grein Walters
Brueggemanns um efnið. Af þeim fjölmörgu kenningum sem orðaðar hafa
verið um hina guðfræðilegu hugsun að baki uppbyggingar sálmasafns Gamla
testamentisins fmnst mér skrif Brueggemanns einna áhugaverðust og um
margt afar sannfærandi. Þau er að finna í bók hans The Psalms and the
Life of Faith (1995) í kaflanum „Bounded by Obedience and Praise: The
Psalms as Canon.“20 Þar tekur Brueggemann upp þráðinn frá Bervard S.
Childs og samsinnir þeirri skoðun hans að mikilvægt sé að huga að tengslum
upphafs og endis í ritsafni eins og Saltaranum. En Brueggemann leggur
jafnframt áherslu á að vegferðin þar á milli skipti líka miklu máli. Kenning
20 Birtist upphaflega í JSOT 50, 1991, s. 63-92.
76