Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 80
Og loks er dreginn upp munurinn á réttlátum og ranglátum sem er svo
dæmigerður fyrir spekistefnu Gamla testamentisins:
Drottinn vakir yfir vegi réttlátra
en vegur óguðlegra endar í vegleysu (v. 6).
Kirsten Nielsen prófessor í Arósum hefur gengið svo langt að kalla þetta
lélega guðfræði. Hvað sem um þá staðhæfingu má segja þá er ljóst að ýmsir
þeir sálmar sem síðar koma flytja boðskap sem stangast á við þennan.
Sálmarnir sem á eftir koma kannast við að oft virðist það einmitt svo að
hinum ranglátu mönnum vegni harla vel í lífinu en hinir réttlátu verði fyrir
skakkaföllum og margvíslegri þjáningu ekki síður en annað fólk. Þarna á
milli má greina ákveðna spennu milli S1 1 og ýmissa annarra sálma. En S1 1
er staðsettur fremst í þeim tilgangi að gera boðskap hans hátt undir höfði.
Þar er örugglega um meðvitaða ritstjórn að ræða.
Ekki virðist heldur fara á milli mála að S1 150 er staðsettur síðastur
í ákveðnum tilgangi. Hann er óvenjulegur lofsöngur að því leyti að
ástæðan fyrir hvatningu lofgjörðarinnar kemur ekki fram svo sem venja er í
lofsöngvum eða hymnum Saltarans, eins og best sést á stysta sálminum, S1
117 sem þykir dæmigerður hymni:
Lofið Drottin allar þjóðir,
vegsamið hann allir lýðir,
því að miskunn hans er voldugyfir oss
og trúfesti hans varir að eilífu.
Hallelúja.
Það að ástæðan fyrir lofgjörðinni , hið dæmigerða „því að“ (Hebr.: ,,ki“),
skuli vanta í S1 150 má skýra með því að þegar þar var komið sögu hafi verið
litið svo á að allt sem á undan var komið í sálmasafninu fæli í sér ástæðuna.
Og það er líka vert að gefa því gætur að síðustu fimm sálmarnir, SI 146-150
eru allir lofsöngvar.
Sálmur stendur 73 nánast í miðju sálmasafnsins og má það teljast
táknrænt fyrir þýðingu hans. Um hann hefur verið sagt að hann sé, guð-
78