Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Side 82

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Side 82
Þótt hold mitt og hjarta tærist er Guð bjarg hjarta míns og hlutskipti mitt um eilíjð. Því sjá, þeir farast sem fjarlægjast þig, þú afmáir alla sem eru þér ótrúir. En mín gæði eru það að vera nálægt Guði, éggerði Drottin að athvarfi mínu og segi frá öllum verkum mínum. Hér er komið mikilvægt mótvægi við S1 1 sem virðist boða að hinum réttlátu vegni ætíð vel meðan ranglátum gangi allt á móti. S1 73 kannast við þá mannlegu reynslu að svo einfalt er það ekki. Gæði hins réttláta felast hins vegar í nálægðinni við Guð og því að eiga hann að athvarfi, í blíðu og stríðu. Guðfræðilegur ávinningur heildarskoðunar sálmasafnsins En er hægt að segja að rannsóknir þessar hafi leitt til ákveðins ávinnings, guðfræðilega skoðað? Víst er það áhugavert að skynja að sálmunum hefur ekki verið raðað niður á algjörlega tilviljunarkenndan hátt heldur sé þar ákveðin hugsun að baki. Áhugavert er það og viðbót við þekkingu okkar á myndunarsögu sálmsafnsins án tillits til spurningarinnar um guðfræðilegan ávinning. En ég tel jafnframt að svarið við spurningunni um guðfræðilegan ávinning sé játandi. Vissulega má segja að aukin þekking á myndunarsögu sálmanna sé í sjálfu sér guðfræðilegur ávinningur. En jafnframt felur staðsetning S1 1 í upphafi sálmasafnsins í sér áherslu á mikilvægi þess að íhuga orð Guðs stöðugt og þar er því líkt við leiðsögn eða lögmál (tórah) Guðs. Skipting sálmasafnsins í fimm bækur styður þessi hliðstæðu við lögmálið.25 Annað mikilvægt atriði er það að samfelldur lestur sálmasafnsins í gegn og rækileg íhugun þess lýkur því í senn upp að þar er um að ræða ákveðna vegferð, frá leiðsögn til lofgjörðar, eins og ég hef ég leyft mér að kalla hana. En jafnframt gerist það að hin mennsku orð einstakra sálma eða bænir til Guðs breytast í Guðs orð til okkar. Hér má segja að biblíuleg guðfræði 25 Á þetta hefur Gerhald H. Wilson bent, m.a. í grein sinniThe Structure of the Psalter, 2005, s. 245. 80
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.