Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 82
Þótt hold mitt og hjarta tærist
er Guð bjarg hjarta míns og hlutskipti mitt um eilíjð.
Því sjá, þeir farast sem fjarlægjast þig,
þú afmáir alla sem eru þér ótrúir.
En mín gæði eru það að vera nálægt Guði,
éggerði Drottin að athvarfi mínu
og segi frá öllum verkum mínum.
Hér er komið mikilvægt mótvægi við S1 1 sem virðist boða að hinum
réttlátu vegni ætíð vel meðan ranglátum gangi allt á móti. S1 73 kannast
við þá mannlegu reynslu að svo einfalt er það ekki. Gæði hins réttláta felast
hins vegar í nálægðinni við Guð og því að eiga hann að athvarfi, í blíðu
og stríðu.
Guðfræðilegur ávinningur heildarskoðunar sálmasafnsins
En er hægt að segja að rannsóknir þessar hafi leitt til ákveðins ávinnings,
guðfræðilega skoðað? Víst er það áhugavert að skynja að sálmunum hefur
ekki verið raðað niður á algjörlega tilviljunarkenndan hátt heldur sé þar
ákveðin hugsun að baki. Áhugavert er það og viðbót við þekkingu okkar á
myndunarsögu sálmsafnsins án tillits til spurningarinnar um guðfræðilegan
ávinning.
En ég tel jafnframt að svarið við spurningunni um guðfræðilegan ávinning
sé játandi. Vissulega má segja að aukin þekking á myndunarsögu sálmanna
sé í sjálfu sér guðfræðilegur ávinningur. En jafnframt felur staðsetning S1
1 í upphafi sálmasafnsins í sér áherslu á mikilvægi þess að íhuga orð Guðs
stöðugt og þar er því líkt við leiðsögn eða lögmál (tórah) Guðs. Skipting
sálmasafnsins í fimm bækur styður þessi hliðstæðu við lögmálið.25
Annað mikilvægt atriði er það að samfelldur lestur sálmasafnsins í gegn
og rækileg íhugun þess lýkur því í senn upp að þar er um að ræða ákveðna
vegferð, frá leiðsögn til lofgjörðar, eins og ég hef ég leyft mér að kalla hana.
En jafnframt gerist það að hin mennsku orð einstakra sálma eða bænir
til Guðs breytast í Guðs orð til okkar. Hér má segja að biblíuleg guðfræði
25 Á þetta hefur Gerhald H. Wilson bent, m.a. í grein sinniThe Structure of the Psalter, 2005, s.
245.
80