Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Side 95
og Ferðamann (Hauströkkrið...).33 Þar með fær ópið úr djúpinu sérstaka
merkingu og tengist þjáningu Krists. Hin ótvíræða vísun ljóðsins felst aftur
á móti í titlinum sem skírskotar til upphafs 130. sálms Davíðs:
Úr djúpinu ákalla ég þig, Drottinn,
Drottinn, heyr raust mína...34
Það er því ljóst að þetta ljóð vísar til ýmissa átta, bæði inn í kveðskap Snorra
sjálfs og út úr honum. Vísunin sjálf er þó „innri“ vísun sem hverfist öll um
ópið og er borin uppi af samlíðan með hinum örvæntingarfulla.
Með vísunum til bæði Gamla og Nýja testamentisins (óbeint gegnum
Getsemane-ljóðin) tengist „Op“ Snorra öðru eftirlátnu ljóði með afdrátt-
arlausri vísun til Fyrstu Mósebókar en það er Drottinn á gangi. I fyrri hlut-
anum er vísað til senu úr Fyrstu Mósebók í kjölfar syndafallsins:
En er þau heyrðu til Drottins Guðs, sem var á gangi í aldingarðinum í
kveldsvalanum, þá reyndi maðurinn og kona hans að fela sig fyrir Drottni
Guði millum trjánna í aldingarðinum.35
I Genesis er það þó skömm sem hræðir manninn frá augliti Guðs en
sekt hans í Ijóðinu.36 Um miðbik ljóðsins verða athyglisverð hvörf, vísunin
beinist út á við, að stöðu mannkyns í útlegðinni. Ljóðmælandi spyr hvort
nú sé dagur frelsunarinnar loks upp runninn, þó ekki sem lausnardagur er
geri manninum kleift að snúa aftur heim eða til upprunalegs ástands heldur
33 Hjalti Hugason 2007: 161-164.
34 S1 130. 1.
35 1M 3. 8.
36 1. Mósebók endurspeglar þann skilning að viðbrögð mannsins við fallinu og þeirri meðvitund er
það gaf honum um nekt sína hafi ekki verið andleg tilfinning fyrir eða vitsmunleg glíma við sekt
sína heldur frumlæg, líkamleg tilfinning fyrir skömm eða blygðun. Vitundin um sektina kemur
fyrst til sögunnar samkvæmt Genesis við hina ágengu spurningu Drottins: Hver hefir sagt þér
að þú værir nakinn? 1M 3. 11. von Rad 1967: 73-74. Michelsen 1972: 65-66. Skömm og sekt
eru nátengd fyrirbæri. Til dæmis fylgir blygðun samviskubiti og sektarkennd. A þessu tvennu er
þó sá meginmunur að sekt/sektarkennd beinist ætíð að einhverju sem eintaklingur hefur gert.
Blygðun eða skömm tengist aftur á móti því hvern eða hvernig einstaklingur telur sig vera.
Greint hefur verið á milli þess sem kallað er sektarmenning og skammar-/blygðunarmenning.
Lúthersk menning Norður-Evrópu er þá talin falla undir fyrrnefnda flokkinn en Biblían, einkum
Gamla testamentið, undir hinn síðari. Getur það verið hluti af skýringunni á því að Snorri
Hjartarson dregur fram sekt mannsins í ljóði sínu þar sem Genesis leggur áherslu á skömmina og
blygðunarsemina. Cullberg Weston 2008: 86-91, 203-204, 218