Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Side 104

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Side 104
Vídalín og líkingarnar Islenskir guðfræðingar hafa ekki verið neinir eftirbátar erlendra kollega sinna í guðfræðilegri líkinganotkun. Jón Vídalín er einn slíkra og raunar mjög áhugaverður, því hann var sér afar meðvitaður um líkinganotkun sína og hafði mótaðar hugmyndir um Guð, heim, kirkjuna og líf manna.1 I þessari ritsmíð verður reynt að kortleggja líkinganotkun höfundar hinnar kunnu Vídalínspostillu, sem hafði ekki aðeins áhrif á Islandi á þeirri öld er hún var gefin út, þ.e. átjándu öldinni, heldur fram á hina tuttugustu. Túlkun Jóns Vídalíns á Guði skiptir máli ekki aðeins til skilnings á guðfræði hans, heldur einnig til skilnings á íslenskri guðfræðisögu. Guðfræði hans er jafnframt ljómandi dæmi um skarpa og skipulega guðfræði. Vídalín var klassískur í hugsun en líka barn síns tíma. Hann hagnýtti sér hinar lútersku guðfræðihugmyndir við mótun líkinga og hvernig hann batt þær saman. Og hann gaf sér ákveðnar forsendur um baráttu góðs og ills, sem Agústínus, kirkjufaðir, kenndi og Marteinn Lúther endurómaði síðar. Áður en gerð verður grein fyrir guðstúlkun Jóns Vídalíns verður fyrst vikið að því hver nokkrir postillukönnuðir hafa talið einkenni postillunnar. Síðan verður fjallað um stríð góðs og ills, sem Vídalín tók mjög alvarlega og þá reynt að greina þær líkingar sem hann notaði til að uppteikna og skýra Guð fyrir tilheyrendum sínum. Rannsóknarsagan Textar postillunnar eru fjölbreytilegir og menn hefur greint á um hvað einkenni þetta predikanasafn. Nokkrir hafa skrifað um postillu Jóns Vídalíns og reynt að greina einkenni hugmynda hans og samhengi þeirra og inntak. f Eimreiðargrein árið 1920 taldi Magnús Jónsson, að styrkur Vídalíns hafi verið næmni á krókaleiðir hins illa í mannlífmu.2 Páll Þorleifsson hélt fram í inngangi 1945-útgáfu postillunnar að Vídalín hefði lagt áherslu á dyggðir 1 Itarlegur og meðmælanlegur inngangur Gunnars Kristjánssonar að Vídalínspostillu og höfundi hennar er í útgáfu Máls og menningar, “Inngangur - Vídalínspostilla og höfundur hennar” í Jón Þorkelsson Vídalín, Vidalínspostilla, Hússpostilla eður einfaldar predikanir yfir öll hátíða- og sunnudagaguðspjöll árið um kring, ritstj. Gunnar Kristjánsson og Mörður Arnason, Reykjavík: Mál og Menning, Bókmenntastofnun Háskóla íslands, 1995, xv-c. 2 Magnús Jónsson, “Jón biskup Vídalín og postilla hans,” Eimreiðin, 1920; 26: s. 257-278. 102
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.