Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Side 108

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Side 108
heldur beinir sjónum ekki síður að hinni félagslegu vídd. Maðurinn er ekki eyland. Áherslan í samfélagsmálum er sú að menn eigi fyrst og fremst að efla velferð náunga sinna bæði hvað varðar efnisleg gæði sem og andleg. Vídalín leggur áherslu á að veraldleg gæði séu ekki góð ein heldur eigi að vera andlegum gæðum samfara. Þeir sem ekki trúa á Guð sýna vantrú sína í verki og snúa óhjákvæmilega baki við hinum hrjáðu og smáðu í heiminum. Óguðlegir menn sinna ekki þjónustu við meðbræður sína (632). Orð og athafnir hins kristna manns skulu vera með því móti að hneyksla hvorki né særa. Hinir smáu eru viðkvæmir og eru auðveldlega dregnir af spori. Með orðum og gjörðum snara menn þá sem satan er á höttunum eftir (653). Allar gjafir, líkamshreysti, sálargáfur og efnisgæði eru gefnar með því sérstaka markmiði að þjóna meðbræðrum. Þegar menn misnota þessar gáfur er Guðs góða sköpun afskræmd og misnotuð (701). Vídalín er sérlega hugsað til þeirra sem eiga fyrir mönnum að sjá. Hann skrifar: “Kúnstin stígur enn hærra í djöfulsins háskóla” (655). Húsbændur, foreldrar og stórherrar heimsins bjóða margt sem ekki er gott og draga þá til falls sem minni eru. Undirsátar hlýða og af leiðir ofríki og yfirgangur, meinsæri, ofbeldi, gripdeildir ógnir, ábatasókn, skeytingarleysi um Guðs orð og helgar tíðir, hefndir, sókn eigin girnda o.s.frv. Foreldrana telur Vídalíns í mikilli hættu að misnota stöðu sína og vald því börnin eru viðkvæmust þegar þau eru ung (655). Satan beinir kröftum ekki aðeins að mengun sálar manna og samfélags, heldur reynir hann að spilla ríki kirkjunnar, ríki hinna góðu tíðinda. Mönnum er ætlað að koma til kirkju sinnar og hlusta á orð frá Guði og neyta sakramenta. En þegar óvinurinn vinnur verk sitt heyra menn ekki boðskap og hugur sundrast. Þá ríkir og gleymska gagnvart hinum smáu. Þegar orð og sakramenti fá ekki rétta verkan í heimi manna verður af óreiða (646). Gegn valdi hins illa stendur Guð ávallt. Guð verður í baráttunni hinn snjalli herforingi. Vídalín undrast jafnvel að Guð skuli ekki nú þegar vera búinn að setja krók á nasir andskotans (166). Arás Guðs á ríki myrkursins var gerð með komu Jesú Krists. í anda fornrar sjónhverfingarspeki talar Vídalín um að markmið Guðs hafi verið að draga satan fram í dagsljósið á jarðvistardögum Krists. Guð vildi að satan opinberaði sig sem mest á þeim tíma til að gera veg Krists sem mestan (344-45). Kristur vann sigur og 106
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.