Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 108
heldur beinir sjónum ekki síður að hinni félagslegu vídd. Maðurinn er ekki
eyland. Áherslan í samfélagsmálum er sú að menn eigi fyrst og fremst að
efla velferð náunga sinna bæði hvað varðar efnisleg gæði sem og andleg.
Vídalín leggur áherslu á að veraldleg gæði séu ekki góð ein heldur eigi að
vera andlegum gæðum samfara. Þeir sem ekki trúa á Guð sýna vantrú sína í
verki og snúa óhjákvæmilega baki við hinum hrjáðu og smáðu í heiminum.
Óguðlegir menn sinna ekki þjónustu við meðbræður sína (632). Orð og
athafnir hins kristna manns skulu vera með því móti að hneyksla hvorki
né særa. Hinir smáu eru viðkvæmir og eru auðveldlega dregnir af spori.
Með orðum og gjörðum snara menn þá sem satan er á höttunum eftir
(653). Allar gjafir, líkamshreysti, sálargáfur og efnisgæði eru gefnar með því
sérstaka markmiði að þjóna meðbræðrum. Þegar menn misnota þessar gáfur
er Guðs góða sköpun afskræmd og misnotuð (701).
Vídalín er sérlega hugsað til þeirra sem eiga fyrir mönnum að sjá. Hann
skrifar: “Kúnstin stígur enn hærra í djöfulsins háskóla” (655). Húsbændur,
foreldrar og stórherrar heimsins bjóða margt sem ekki er gott og draga þá
til falls sem minni eru. Undirsátar hlýða og af leiðir ofríki og yfirgangur,
meinsæri, ofbeldi, gripdeildir ógnir, ábatasókn, skeytingarleysi um Guðs orð
og helgar tíðir, hefndir, sókn eigin girnda o.s.frv. Foreldrana telur Vídalíns
í mikilli hættu að misnota stöðu sína og vald því börnin eru viðkvæmust
þegar þau eru ung (655).
Satan beinir kröftum ekki aðeins að mengun sálar manna og samfélags,
heldur reynir hann að spilla ríki kirkjunnar, ríki hinna góðu tíðinda. Mönnum
er ætlað að koma til kirkju sinnar og hlusta á orð frá Guði og neyta sakramenta.
En þegar óvinurinn vinnur verk sitt heyra menn ekki boðskap og hugur
sundrast. Þá ríkir og gleymska gagnvart hinum smáu. Þegar orð og sakramenti
fá ekki rétta verkan í heimi manna verður af óreiða (646).
Gegn valdi hins illa stendur Guð ávallt. Guð verður í baráttunni hinn
snjalli herforingi. Vídalín undrast jafnvel að Guð skuli ekki nú þegar vera
búinn að setja krók á nasir andskotans (166). Arás Guðs á ríki myrkursins
var gerð með komu Jesú Krists. í anda fornrar sjónhverfingarspeki talar
Vídalín um að markmið Guðs hafi verið að draga satan fram í dagsljósið á
jarðvistardögum Krists. Guð vildi að satan opinberaði sig sem mest á þeim
tíma til að gera veg Krists sem mestan (344-45). Kristur vann sigur og
106