Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Side 109

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Side 109
andstæðingurinn var notaður í baráttunni eins og herkonungi var heimilt. Kristur leið gífurlegar þjáningar til að vinna aftur fjandmennina sem gengið höfðu til liðs við andskotann (349). Andi Guðs var að starfi og rak djöfulinn út úr ríkinu. En mönnum er hætt. Freistarinn heldur áfram skemmdarverki sínu og sækir stöðugt á. Því hvetur Vídalín til árvekni til að menn gangi ekki óvininum á hönd að nýju (389). A þriðja sunnudegi í föstu ræðir Jón Vídalín m.a. um Guð og hinn illa óvin. Þar segir: ...svo lét hann á þeirn dögum andskotann brúka á stundum sína makt til að láta mannkynið sjá, hvað miklu Guð væri honum sterkari, svo þeir lærðu að trúa á einn drottin Guð og engan annan. Aldrei hefur þó andskotinn fengið svo mikla makt til að opinbera sig mönnunum svo sem á holdsvist- ardögum vors lausnara, og lítur það eins út svo sem Guð hafi viljað geyma sínum eingetna syni þá sterkustu orustu móti honum, svo hans sigur yrði þess frægari meðal mannanna (244-45). Stórkonungurinn Jón Vídalín, fyrrum hermaður í her Danakóngs, túlkaði veröld og vald með skilningi stríðsmannsins. Hann vissi að stríð eru ekkert gamanmál og áleit heiminn vera orrustuvöll stríðandi herra. Hann var ekki bláeygur á breyskleika sjálfs sín og sá vel mein samfélagsins. Sá Guð sem hann elskaði og talaði við vildi frið og hamingju manna. Sá Guð berst alltaf við illskuöfl. I ljósi þessa styrjaldarástands milli Guðs og satans er sú mynd sem Vídalín dregur upp af Guði mótuð af því samhengi. Raunar má segja að stríð liti alla þætti í postillunni. Og Vídalín notar líkingar um Guð sem tengjast baráttu. Ef rétt er skoðað má búast við að ein líking sé grundvallandi og aðrar líkingar séu til útfærslu þ.e. stuðningslíkingar eða framhaldstúlkar. Ef reynt er að draga saman helstu ímyndir Vídalíns um Guð kemur eftirfarandi í Ijós. f fyrsta lagi er Guði lýst sem konungi og raunar er það ímyndin af stórkonungi sem Vídalín notar. Þetta virðist ráðandi guðslíking sem rís upp við skoðun postillunnar. Verður síðar fjallað um hana.9 9 I inngangi að 1995-útgáfu postillunnar bendir Gunnar Kristjánsson viturlega á barokksamhengi tímans og einveldishugmyndir, sem liti konungstúlkun Guðshugtaksins, sjá lxvii og áfram. 107
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.