Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 109
andstæðingurinn var notaður í baráttunni eins og herkonungi var heimilt.
Kristur leið gífurlegar þjáningar til að vinna aftur fjandmennina sem gengið
höfðu til liðs við andskotann (349). Andi Guðs var að starfi og rak djöfulinn
út úr ríkinu. En mönnum er hætt. Freistarinn heldur áfram skemmdarverki
sínu og sækir stöðugt á. Því hvetur Vídalín til árvekni til að menn gangi
ekki óvininum á hönd að nýju (389).
A þriðja sunnudegi í föstu ræðir Jón Vídalín m.a. um Guð og hinn illa
óvin. Þar segir:
...svo lét hann á þeirn dögum andskotann brúka á stundum sína makt til að
láta mannkynið sjá, hvað miklu Guð væri honum sterkari, svo þeir lærðu
að trúa á einn drottin Guð og engan annan. Aldrei hefur þó andskotinn
fengið svo mikla makt til að opinbera sig mönnunum svo sem á holdsvist-
ardögum vors lausnara, og lítur það eins út svo sem Guð hafi viljað geyma
sínum eingetna syni þá sterkustu orustu móti honum, svo hans sigur yrði
þess frægari meðal mannanna (244-45).
Stórkonungurinn
Jón Vídalín, fyrrum hermaður í her Danakóngs, túlkaði veröld og vald
með skilningi stríðsmannsins. Hann vissi að stríð eru ekkert gamanmál og
áleit heiminn vera orrustuvöll stríðandi herra. Hann var ekki bláeygur á
breyskleika sjálfs sín og sá vel mein samfélagsins. Sá Guð sem hann elskaði
og talaði við vildi frið og hamingju manna. Sá Guð berst alltaf við illskuöfl.
I ljósi þessa styrjaldarástands milli Guðs og satans er sú mynd sem Vídalín
dregur upp af Guði mótuð af því samhengi. Raunar má segja að stríð liti
alla þætti í postillunni. Og Vídalín notar líkingar um Guð sem tengjast
baráttu. Ef rétt er skoðað má búast við að ein líking sé grundvallandi og
aðrar líkingar séu til útfærslu þ.e. stuðningslíkingar eða framhaldstúlkar. Ef
reynt er að draga saman helstu ímyndir Vídalíns um Guð kemur eftirfarandi
í Ijós.
f fyrsta lagi er Guði lýst sem konungi og raunar er það ímyndin af
stórkonungi sem Vídalín notar. Þetta virðist ráðandi guðslíking sem rís upp
við skoðun postillunnar. Verður síðar fjallað um hana.9
9 I inngangi að 1995-útgáfu postillunnar bendir Gunnar Kristjánsson viturlega á barokksamhengi
tímans og einveldishugmyndir, sem liti konungstúlkun Guðshugtaksins, sjá lxvii og áfram.
107