Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 113

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 113
réttlæti og gæsku. I spegli laga Guðs, fyrirmælum um hegðun og líferni, fáum við vitund um stefnu okkar, en jafnframt hver staða okkar er (630). Vegna breyskleika og syndugs lífernis manna hefur Guð sent mönnum lögmál sem herjar á og dæmir menn seka. Hið ægilega í mannlífi er að við erum í bullandi órétti gagnvart Guði (51). Guð vill fyrst og fremst að við viðurkennum stöðu okkar og sekt, skömmumst okkar og iðrumst og auðmýkjum okkur og komum fram fyrir Guð með sundurknosaðan anda. Guð dómarinn Tengt löggjafarstarfi Guðs er dómaratign hans. Guð er hátignin sjálf, réttlátur og strangur. Gagnvart slíkum ofurrétti eru hrasandi menn stöðuglega í órétti gagnvart Guði. Guð hefur því eiginlega sjálfdæmi í málum manna. Þar sem forsenda Guðs er velferð allra manna útdeilir Guð kjörum sem bæði eru til hins besta í lífi manna og lúta einnig baráttu Guðs fyrir rétti og gæsku í heiminum. Enginn maður getur áfrýjað hæstaréttardómi Guðs. Menn eiga stöðugt á hættu að dómarinn sendi þá frá réttinum eða skyrpi þeim burt eins og Jón Vídalín orðaði það. Allt hvílir á almættisákvörðun. Guð ákvarðar og útvelur. En menn hafa rétt til að standa stöðugir í köllun sinni. f því er fólgin von manna sem þó er engin stoð í raun því allir falla í breyskleika sínum. Dómur Guðs er mönnum ægilegur veruleiki vegna þess hve sekir og óréttlátir menn eru og hversu heilagur og hátignarfullur Guð er. Þegar Guð útdeilir kjörum meðal manna má maður ekki mögla því gæði eru gjafir Guðs. Maðurinn á ekkert gott skilið í krafti eigin verðleika. Dómarahlutverk Guðs er því annars vegar tjáning á alveldi og fullkomnu réttlæti. Guð hefur allan rétt og allan mátt. En hins vegar er þessu hlutverki tengd miskunnsemi. Dómarinn aumkvar sig yfir þá sem ekkert eiga annað en glæpi. Dómarahlutverkið er því mótað af stórkonungsímyndinni og tengt föðurhugmyndinni og einnig herstjórnarlíkingunni. Guð á í stríði og vill að menn hans séu með í baráttunni en ekki fjarri vígvelli. Guð herstjórinn Þar sem satan ræðst á ríki Guðs á öllum sviðum er aðalstarfi Guðs í heiminum í kjölfar syndafallsins að berjast við þennan óvin. Baráttan er á 111
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.