Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 150

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 150
Dawkins hefur jafnframt ferðast víða um heim til að kynna þessi sjónarmið og kom hann m.a. hingað til Islands sumarið 2006 á vegum íslenskra guðleysisfélaga og kom þá fram í fjölmörgum fjölmiðlaviðtölum. I viðtali við Morgunblaðið í tilefni af íslandsheimsókn sinni sagði Dawkins m.a.: „Ég er alfarið á móti trúarbrögðum þar sem ég tel að þau letji fólk til þess að hugsa sjálfstætt. Ég er einnig á móti trúarbrögðum því þau aðgreina fólk. ... trúarbrögð hvetja fólk til átaka. ... Ég tel því trúarbrögð vera hættuleg, ekki síst í uppeldi barna.“2 Nýjustu fregnir herma að Dawkins hafi nú sagt stöðu sinni lausri við Oxford háskóla vegna aldurs en sagt er að hann ætli að helga sig baráttunni gegn trúarbrögðum enn frekar. Ekki er hægt að segja að málflutningur Dawkins um mikilvægi guðleysis fyrir vísindasamfélagið og óvægin gagnrýni hans á trúarbrögð hafi hlotið hljómgrunn meðal þeirra helstu fræðimanna sem sérhæft hafa sig á ýmsum sviðum trúarbragðafræða.3 Þvert á móti hefur málflutningur hans um trúarbrögð verið tekinn sem enn eitt dæmið um hvernig farið geti fyrir fræðimönnum sem virtir eru fyrir framlag sitt á því afmarkaða sviði vísindanna sem þeir hafa sérhæft sig á þegar þeir síðan taka að tjá sig af alvöruþunga um aðrar fræðigreinar sem þá skortir alla menntun í.4 Þá hafa ýmsir trúarlífsfélagsfræðingar bent á að málflutningur Dawkins um ægivald trúarbragða í nútímanum og m.a. nauðsyn þess að börn verði vernduð 2 Auður Magndís Leiknisdóttir: „Einn þekktasti trúleysingi heims heldur erindi. Trúarbrögð eru hvati átaka.“ Morgunblaiið. 24. júní 2006. Bls. 10. — I fréttaskýringaþáttunum Kastljósi í Ríkissjónvarpinu og Pressunni á NFS sjónvarpsstöðinni við sama tækifæri áréttaði Dawkins ennfremur að það væri ekki síst hófsöm trúarbrögð sem væru hættuleg því að það væru þau sem ælu af sér ofstækið og talaði hann m.a. um það sem ofbeldi gegn börnum að þau væru kennd við tiltekin trúarbrögð. Jafnframt gat hann þess í síðar nefnda þættinum að hann vildi að það yrði afnumið að fjölmiðlar leituðu álits hjá talsmönnum trúarhópa. 3 Sjálfur ræðir Dawkins þann mikla fjölda neikvæðra dóma sem birtur var á prenti um bók hans The God Delusion í upphafi formálans að kiljuútgáfu hennar. (Dawkins, Richard: The God Delusion. Black Swan. London. 2007. Bls. 13.) Þess ber þó að geta að greina má vissa samsvörun í trúarbragðagagnrýninni hjá Dawkins og ýmsum marxískum trúarbragðafræðingum sem segja trúarbrögð standa í vegi fyrir raunverulegri hamingju mannsins þar sem þau séu kúgunartæki valdhafa til að sætta undirokaða við hlutskipti sitt. 4 Trúarlífsfélagsfræðingurinn Rodney Stark hefur bent á að herskáir guðleysingjar á borð við Dawkins séu flestir á jaðri vísindasamfélagsins og séu guðfræðingar og aðrir trúarbragðafræðingar oftar en ekki mun betur að sér um trúarbragðafræði og alþýðleg skrif um guðleysi en þeir. (Stark, Rodney: „Secularization, R.I.P - rest in peace.“ Sociology of Religion. Haust 1999. Vefur: www. findarticles.com/p/articles/mi mOSOR/is 3 60/ai 57533381.) 148
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.