Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 153

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 153
Dawkins sé að leiða lesendur til þeirrar guðleysistrúar sem hann aðhyllist sjálfur eins og sjá megi af yfirlýsingu hans í bókinni The God Delusion: „Ef þessi bók virkar eins og ég ætlast til, munu trúaðir lesendur sem opna hana verða orðnir guðleysingjar þegar þeir leggja hana frá sér.“8 McGrath vitnar til þess hvernig Dawkins talar um trú sem „af hinu illa“ þar sem hún þurfi enga réttlætingu og líði engin rök og sé „traust í blindni, án nokkurra gagna, jafnvel í beinni andstöðu við gögnin“.9 Dawkins skilgreini trúarbrögð fyrst og fremst sem trú á Guð og tali hann um þau sem „hliðarverkun af slysni“ í þróunarsögunni eða „eitthvað gagnlegt sem fór úrskeiðis“.10 Fyrir Dawkins séu þeir sem trúi á Guð „veruleikafirrtir — fólk sem haldið er ranghugmyndum“xx - og hafi nútíma vísindi fyrir löngu afskrifað trú á hann og raunar afsannað hana. Vísindin geti í raun svarað öllu og séu trúarlegar spurning á borð við hver sé tilgangur lífsins innihaldslausar og því aðeins della. Þá virðist það ekki hvarfla að honum að nokkur kristinn maður geti samþykkt þróunarkenninguna. Þessu andmælir McGrath m.a. með því að vísa til Stephens Jays Goulds, prófessors í jarðfræði við Harvard háskóla í Bandaríkjunum um árabil, sem hélt því fram að náttúruvísindi og þar með talin þróunarkenningin geti samrýmst jafnt guðleysi sem öllum hefðbundnum trúarbrögðum. Sjálfur var Gould yfirlýstur guðleysingi en hann var gagnrýninn á málflutning Dawkins sem hann taldi í ýmsu óvísindalegan.12 McGrath segir sjónarmið Goulds endurspegla það viðhorf þorra vísindasamfélagsins að vísindi séu háð takmörkum og geti ekki skorið úr um áreiðanleika trúaratriða. Hann segir: „Náttúruvísindin byggja á aðleiðsluályktunum, en það gengur út á að „meta gögnin og áætla líkindi, ekki sannanir“. ... Þetta felur í sér að hinum miklu 8 Dawkins, Richard: The God Delusion. Black Swan. London. 2007. Bls. 28. - Islenski textinn er tekinn frá bls. 7 úr íslensku þýðingunni á bók McGraths-hjónanna sem er hér til umfjöllunar að öðru leyti en því að orðinu „trúlausir" er skipt út fyrir orðið „guðleysingjar". Enski frumtextinn sem hafður er til hliðsjónar í þessari grein er úr bandarískri útgáfu bókarinnar. (McGrath, Alister E. & Joanna Collicutt McGrath: The Dawkins Delusion? Atheist Fundamentalism and the Denial ofthe Divine. IVP Books. Downers Grove. 2007.) 9 fslenska þýðingin á bls. 17 er hér notuð orðrétt. 10 I íslensku þýðingunni á bls. 60 er fýrri tilvitnunin í Dawkins orðuð „aukavirkni af tilviljun“. 11 Islenska þýðingin á bls. 17 er hér notuð orðrétt. 12 Agæta úttekt á rökræðum þeirra Richards Dawkins og Stephens Jays Goulds er að finna í bókinni Dawkins vs. Gould: Survival of the Fittest eftir Kim Sterelny. (Icon Books. Cambridge. 2007.) Sjálfur er Sterelny hallur undir sjónarmið Dawkins. 151 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.