Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 153
Dawkins sé að leiða lesendur til þeirrar guðleysistrúar sem hann aðhyllist
sjálfur eins og sjá megi af yfirlýsingu hans í bókinni The God Delusion: „Ef
þessi bók virkar eins og ég ætlast til, munu trúaðir lesendur sem opna hana
verða orðnir guðleysingjar þegar þeir leggja hana frá sér.“8 McGrath vitnar
til þess hvernig Dawkins talar um trú sem „af hinu illa“ þar sem hún þurfi
enga réttlætingu og líði engin rök og sé „traust í blindni, án nokkurra gagna,
jafnvel í beinni andstöðu við gögnin“.9 Dawkins skilgreini trúarbrögð
fyrst og fremst sem trú á Guð og tali hann um þau sem „hliðarverkun af
slysni“ í þróunarsögunni eða „eitthvað gagnlegt sem fór úrskeiðis“.10 Fyrir
Dawkins séu þeir sem trúi á Guð „veruleikafirrtir — fólk sem haldið er
ranghugmyndum“xx - og hafi nútíma vísindi fyrir löngu afskrifað trú á hann
og raunar afsannað hana. Vísindin geti í raun svarað öllu og séu trúarlegar
spurning á borð við hver sé tilgangur lífsins innihaldslausar og því aðeins
della. Þá virðist það ekki hvarfla að honum að nokkur kristinn maður geti
samþykkt þróunarkenninguna.
Þessu andmælir McGrath m.a. með því að vísa til Stephens Jays Goulds,
prófessors í jarðfræði við Harvard háskóla í Bandaríkjunum um árabil, sem
hélt því fram að náttúruvísindi og þar með talin þróunarkenningin geti
samrýmst jafnt guðleysi sem öllum hefðbundnum trúarbrögðum. Sjálfur
var Gould yfirlýstur guðleysingi en hann var gagnrýninn á málflutning
Dawkins sem hann taldi í ýmsu óvísindalegan.12 McGrath segir sjónarmið
Goulds endurspegla það viðhorf þorra vísindasamfélagsins að vísindi séu háð
takmörkum og geti ekki skorið úr um áreiðanleika trúaratriða. Hann segir:
„Náttúruvísindin byggja á aðleiðsluályktunum, en það gengur út á að „meta
gögnin og áætla líkindi, ekki sannanir“. ... Þetta felur í sér að hinum miklu
8 Dawkins, Richard: The God Delusion. Black Swan. London. 2007. Bls. 28. - Islenski textinn er
tekinn frá bls. 7 úr íslensku þýðingunni á bók McGraths-hjónanna sem er hér til umfjöllunar að
öðru leyti en því að orðinu „trúlausir" er skipt út fyrir orðið „guðleysingjar". Enski frumtextinn
sem hafður er til hliðsjónar í þessari grein er úr bandarískri útgáfu bókarinnar. (McGrath, Alister
E. & Joanna Collicutt McGrath: The Dawkins Delusion? Atheist Fundamentalism and the Denial
ofthe Divine. IVP Books. Downers Grove. 2007.)
9 fslenska þýðingin á bls. 17 er hér notuð orðrétt.
10 I íslensku þýðingunni á bls. 60 er fýrri tilvitnunin í Dawkins orðuð „aukavirkni af tilviljun“.
11 Islenska þýðingin á bls. 17 er hér notuð orðrétt.
12 Agæta úttekt á rökræðum þeirra Richards Dawkins og Stephens Jays Goulds er að finna í bókinni
Dawkins vs. Gould: Survival of the Fittest eftir Kim Sterelny. (Icon Books. Cambridge. 2007.)
Sjálfur er Sterelny hallur undir sjónarmið Dawkins.
151
L