Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 154
spurningum lífsins (sem sumar eru einnig vísindalegar spurningar) verður
ekki svarað af neinni nákvæmni. ... Ymist er bara ekki hægt að svara þeim
eða við verðum að svara þeim með einhverju öðru en vísindum.“13
Skýringartilgáta Dawkins um Guð sem hugarveiru og mem er að
mati McGraths „tvær gervivísindalegar hugmyndir sem eru í hópi þess
ótrúverðugasta sem borið hefur á góma í umræðu um rætur trúarinnar á
seinni árum“.14 Tilgátan um memið byggist á því sjónarmiði að hliðstæða sé
á milli lífrænnar og menningarlegrar þróunar. I tilfelli lífrænnar þróunar sé
genið afritarinn en í menningarlegri þróun sé afritarinn það sem Dawkins
kallar mem. Það sé því ekki vegna þess hversu mjög fólk hefur ígrundað málið
að það hefur tekið að trúa á Guð heldur hefur það „sýkst af kröftugu memi,
sem hefur „hoppað" í heilann á því“.15 Kjarni málsins að mati McGraths er
að tilgátan um memið getur ekki flokkast sem „frambærileg vísindatilgáta“
þar sem „ekki er nein skýr skilgreining á memi, engin prófanleg líkön um
áhrif mema á menninguna, og engin skýring á því hvers vegna stöðluð
náttúruvalslíkön duga ekki“.16 McGrath bendir á að lífrænar veirur séu
ekki bara tilgátur, hægt sé „að greina þær hverja frá annarri, fylgjast með
þeim og komast að gerð þeirra og lífsháttum. Hin meinta „hugarveira“
er öllu heldur niðurrifsskrif af herskáum toga sem miða að því að rakka
niður þær hugmyndir sem eru Dawkins ekki að skapi.“17 Þannig geri hann
skýran „greinarmun á hugmyndum sem eru skynsamlegar, vísindalegar og
byggðar á gögnum og gölluðum, óvitrænum hugdettum - svo sem eins
og trúarskoðunum“.18 Það sé hið síðarnefnda, ekki hið íyrrnefnda, sem
flokkist sem sálrænar veirur. I bókinni The God Delusion gangi Dawkins út
frá þessari umdeildu tilgátu sinni sem vísindalegri staðreynd og sniðgangi
alla þá gagnrýni sem hún hefur sætt frá vísindasamfélaginu.
13 Islenska þýðingin á bls. 37 er hér notuð orðrétt að öðru leyti en því að einni kommu er sleppt
og orðinu „náttúruvísindunum" er skipt út fyrir orðið „vísindi".
14 Islenska þýðingin á bls. 74 er hér notuð orðrétt.
15 Islenska þýðingin á bls. 78 er hér notuð orðrétt.
16 Islenska þýðingin á bls. 78 er hér notuð orðrétt.
17 Fyrri setningin í beinu tilvitnuninni er tekin orðrétt úr íslensku þýðingunni á bls. 75 en þeirri
síðari er gjörbreytt. I íslensku útgáfunni er hún orðuð svona: „Hin meinta „hugarveira" er hins
vegar öðru fremur mælskulist og hefur að markmiði að kasta rýrð á hugmyndir sem eru Dawkins
ekki að skapi.“
18 íslenska þýðingin á bls. 76 er hér höfð óbreytt.
152