Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 156

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 156
komi við sögu hjá honum veiti ekki yfirsýn yfir fræðin og séu fyrir löngu orðin úrelt jafnvel þótt þau kunni að hafa visst sögulegt vægi. Þannig sé greining Dawkins á „almennum lögmálum" trúarbragða byggð á bókinni Golden Bough eftir mannfræðinginn James Frazer sem reyndist áhrifamikil þegar hún kom fyrst út árið 1890 en hefur síðan sætt slíkri gagnrýni innan fræðanna að hún hefur mikið til verið afskrifuð. McGrath tilgreinir jafnframt fjölda dæma þar sem Dawkins fer rangt með heimildir, svo sem hjá Tertullianusi kirkjuföður í ýmsum fyrri ritum sínum og Marteini Lúther í bókinni The God Delusion, m.a. vegna þess að hann virðist ekki hafa haft fyrir því að kynna sér frumheimildir heldur treystir óáreiðanlegum ritum eldri guðleysingja. Og til marks um guðfræði- og biblíuþekkingu Dawkins bendir McGrath m.a. á að hann haldi því fram að Páll postuli hafi skrifað Hebreabréfið. Engu að síður tekur McGrath undir ýmislegt í málflutningi Dawkins. Fólki beri að tileinka sér gagnrýnt hugarfar og forðast að grundvalla líf sitt á blekkingum. Svokallaðar vísindalegar sannanir fyrir tilvist Guðs standist ekki nánari skoðun. Ekki sé hægt að halda uppi þeirri málsvörn að þar sem þekkingu þrjóti hljóti Guð að vera að verki, að hann sé „Guð glufanna“ í heimsmynd vísindanna, glufa sem smækki eftir því sem þekkingin vaxi. Tilhögun barnauppeldis skipti máli. Og fordæma beri trúarlegt ofbeldi hvar sem það sé að finna. McGrath áréttar samt að ofbeldi sé ekki sérkenni eingyðistrúarbragða heldur megi allt eins finna það meðal guðleysingja eins og sjá megi af mannkynssögunni, þ.m.t. blóðugri sögu kommúnismans. Hvorki trúarbrögð né stjórnmálahreyfingar séu rót hins illa heldur manneskjan sjálf og ofstækið sem fylgt getur henni. Dawkins fari því villu vegar þegar hann haldi því fram að það séu eingyðistrúarbrögð en ekki guðleysi sem séu blóði drifin. McGrath lítur á málflutning Dawkins um trúarefni í m.a. bókinni The God Delusion sem trúarlegan í grundvallaratriðum. Hann hafi gerst málsvari trúarlegrar hugmyndafræði ýmissa guðleysingja sem tekið hafi á sig mynd bókstafstrúar áþekkri þeirri sem finna megi í öllum trúarbrögðum heims. I tilfelli guðleysingja hafi nú á síðari árum komið fram vakningarhreyfing meðal þeirra sem vilji standa vörð um þau gildi og þá heimsmynd sem þeir töldu áður almennt ráðandi en óttist orðið að geti átt eftir að víkja fyrir 154
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.