Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Side 159

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Side 159
slíkt sé ekki gert í frumtextanum og kommur margsinnis hafðar í anda ensks ritháttar þar sem þær skipta í sundur heilum setningarhlutum. Gott dæmi um þetta er fyrsta setning bókarinnar: „Frá útkomu bókarinnar The Selfish Gene (Eigingjarni erfðavísirinn, 1976), hefur Richard Dawkins Þá hefur spurningarmerkinu verið sleppt úr titli bókarinnar sem gerir titilinn afdráttarlausan og harla herskáan. Oafsakanlegt er hins vegar hversu ónákvæm þýðingin er en víða er textinn vitlaust þýddur, hann styttur og jafnvel heilu setningunum sleppt.24 Þar sem McGrath gagnrýnir bókina The God Delusion t.d. fyrir „heilmikið af gervivísindalegum vangaveltum“ (a lot of pseudoscientific speculation) er það þýtt „heilmikið af bollaleggingum með orðfæri vísinda".25 Og ensku orðin „polemical construction“ eru betur þýdd sem „niðurrifsskrif af herskáum toga“, „ádeiluhugtak“ eða eitthvað í þeim anda fremur en „mælskulist“ enda merkingin neikvæð.26 Verst af öllu er samt að lykilhugtakið í bókinni, „atheism“, er ranglega þýtt sem „trúleysi“ og stundum „vantrú“ en það gjörbreytir ekki aðeins málflutningi höfundarins heldur gerir hann mótsagnakenndan og nær óskiljanlegan. Orðið „atheism“ er myndað af forskeytinu „a-“ sem merkir „ekki“ eða „án“ og gríska orðinu „þeos“ sem merkir „Guð“ eða nánar til tekið orðinu “theism” sem merkir „guðstrú" og er eina raunverulega merking þess „guðleysi“ eða „án trúar á Guð“. Þótt viss ágreiningur sé um merkingarsvið hugtaksins í enskri tungu hef ég aldrei rekist á dæmi þar sem frekar beri að þýða það sem „trúleysi“ en „guðleysi“. Algengast er að guðleysi sé skilgreint sem höfnun á tilvist Guðs og er það þá aðgreint frá hvers kyns efahyggju (agnosticism og scepticism) en þó eru dæmi um að ýmsir noti guðleysishugtakið jafnt um höfnun á tilvist Guðs sem efa, áhugaleysi eða 24 í því sambandi má nefna að eftirfarandi tvær setningar vantar á bls. 26 í íslensku útgáfuna en þær eru að finna á bls. 25 í ensku útgáfunni: „It is an assumption derived from faith, which Thomas argues to resonate with what we observe in the world. For example, its signs of ordering can be explained on the basis of the existence of God as its creator." Þá er textinn “a recurring atheist criticism of religion is that it is infantile“ á bls. 19 í ensku útgáfunni þýddur „oft er trú gagnrýnd sem barnaskapur" á bls. 19 í íslensku útgáfunni. Loks má geta þess að aðeins er talað um Nietzsche í íslensku útgáfúnni þó svo að hann sé nefndur Friedrich Nietzsche í þeirri ensku. 25 Sjá bls. 12 í íslensku þýðingunni. 26 Sjá bls. 75 í íslensku þýðingunni. Reyndar eru ensku orðin „polemics“ og „polemical" víðast hvar þýdd sem „ádeila“ í íslenska textanum og fer vel á því þótt kannski væri betra að orða það „herskáa ádeilu“.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.