Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 159
slíkt sé ekki gert í frumtextanum og kommur margsinnis hafðar í anda
ensks ritháttar þar sem þær skipta í sundur heilum setningarhlutum. Gott
dæmi um þetta er fyrsta setning bókarinnar: „Frá útkomu bókarinnar The
Selfish Gene (Eigingjarni erfðavísirinn, 1976), hefur Richard Dawkins
Þá hefur spurningarmerkinu verið sleppt úr titli bókarinnar sem gerir
titilinn afdráttarlausan og harla herskáan. Oafsakanlegt er hins vegar hversu
ónákvæm þýðingin er en víða er textinn vitlaust þýddur, hann styttur og
jafnvel heilu setningunum sleppt.24 Þar sem McGrath gagnrýnir bókina The
God Delusion t.d. fyrir „heilmikið af gervivísindalegum vangaveltum“ (a lot
of pseudoscientific speculation) er það þýtt „heilmikið af bollaleggingum
með orðfæri vísinda".25 Og ensku orðin „polemical construction“ eru betur
þýdd sem „niðurrifsskrif af herskáum toga“, „ádeiluhugtak“ eða eitthvað
í þeim anda fremur en „mælskulist“ enda merkingin neikvæð.26 Verst af
öllu er samt að lykilhugtakið í bókinni, „atheism“, er ranglega þýtt sem
„trúleysi“ og stundum „vantrú“ en það gjörbreytir ekki aðeins málflutningi
höfundarins heldur gerir hann mótsagnakenndan og nær óskiljanlegan.
Orðið „atheism“ er myndað af forskeytinu „a-“ sem merkir „ekki“
eða „án“ og gríska orðinu „þeos“ sem merkir „Guð“ eða nánar til tekið
orðinu “theism” sem merkir „guðstrú" og er eina raunverulega merking þess
„guðleysi“ eða „án trúar á Guð“. Þótt viss ágreiningur sé um merkingarsvið
hugtaksins í enskri tungu hef ég aldrei rekist á dæmi þar sem frekar beri
að þýða það sem „trúleysi“ en „guðleysi“. Algengast er að guðleysi sé
skilgreint sem höfnun á tilvist Guðs og er það þá aðgreint frá hvers kyns
efahyggju (agnosticism og scepticism) en þó eru dæmi um að ýmsir noti
guðleysishugtakið jafnt um höfnun á tilvist Guðs sem efa, áhugaleysi eða
24 í því sambandi má nefna að eftirfarandi tvær setningar vantar á bls. 26 í íslensku útgáfuna en þær
eru að finna á bls. 25 í ensku útgáfunni: „It is an assumption derived from faith, which Thomas
argues to resonate with what we observe in the world. For example, its signs of ordering can be
explained on the basis of the existence of God as its creator." Þá er textinn “a recurring atheist
criticism of religion is that it is infantile“ á bls. 19 í ensku útgáfunni þýddur „oft er trú gagnrýnd
sem barnaskapur" á bls. 19 í íslensku útgáfunni. Loks má geta þess að aðeins er talað um
Nietzsche í íslensku útgáfúnni þó svo að hann sé nefndur Friedrich Nietzsche í þeirri ensku.
25 Sjá bls. 12 í íslensku þýðingunni.
26 Sjá bls. 75 í íslensku þýðingunni. Reyndar eru ensku orðin „polemics“ og „polemical" víðast
hvar þýdd sem „ádeila“ í íslenska textanum og fer vel á því þótt kannski væri betra að orða það
„herskáa ádeilu“.