Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 3
MULAÞING
6. HEFTI — 1971
Ritnejnd: Ármann Halldórsson Eiðum (ritstj.), Birgir Stejánsson Neskaupstað,
Sigurður O. Pálsson Eiðum.
Ajgreiðslumenn: Birgir Stejánsson, Sigurður Ú. Pálsson.
Útgefandi: Sögujélag Austurlands.
Prentsmiðjan Hólar Reykjavík.
BENEDIKT GÍSLASON FRÁ HOFTEIGI
Eiríksstaðir á Jökuldal
Eiríksstaða getur í þeim leifum, sem eftir eru af fornsögunni Jök-
uldœlu, sem menn höfðu spurnir af fram á síðustu öld. Þar bjó Ei-
ríkur morri, hraustur maður og stóð í vígum og kemur við fleiri
sögur í þeirri grein en Jökuldælu. Hann má ætla höfund byggðar á
Eiriksstöðum, og eftir honum hefur staðurinn heitið. Ekki verður
það ráðið til fulls hve snemma Eiríkur var uppi af þeim sögum sem
geta hans, en litlu eftir 900 má þó ætla að hann hafi verið kominn
til staðfestu á Eiríksstöðum. Ekki getur konu hans né ættarsambands
og heldur eigi afkomenda hans, en hann var skyldur Brandi, sauða-
manni Hákonar sem nam Jökuldal hið efra, og má gera ráð fyrir
því að þeir frændur hafi verið áhendir Hákoni.
Líða svo margar aldir að ekki getur þessarar jarðar eða annarra
tíðinda úr þessari sveit og víðar, einkum um Austurland, þar sem
Sturlunga segir næsta lítið af tíðindum.
Aðrar sögur af Austurlandi, svo sem Hrafnkelssaga, Droplaugar-
sonasaga og Fljótsdælasaga, geta heldur ekki svo teljandi sé neins
af Jökuldal.
Eiríksstaðir standa i dalnum næst út frá Brú og eru landamerki
MÚLAÞING 1
i A O