Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Síða 4
jarðanna, Þverá, sem þarna kemur úr heiðavötnum bak við brún
dalsins. Þarna við Þverá skiptir mjög um svip á landi. Ut frá henni,
um Eiríksstaði, er land fagurgróið, svo að næsta lítið ber á holtum
né gróðurvana landi. Þessu kann að hafa verið öðruvísi farið fyrr
á tíð, því að gamalt mat á Eiríksstöðum er X hundruð þegar Brú
og Hákonarstaðir eru XX hundruð. Svo mikinn mun mundu menn
ekki gera nú á þessum nefndu jörðum. Mun Eiríksstaðaland vera
um 9 km á lengd í dalnum. Stendur bærinn á breiðum hjalla upp
frá Jökulsá, sem þarna rennur í alldjúpu gili og sums staðar þröngu,
svo þar hefur verið settur dráttur yfir ána, en upp frá bænum taka
við atlíðandi hlíðar dalsins upp yfir brún. Er brattinn svo lítill að
mikið land liggur í hlíðunum.
I ytri hluta landsins er hlíðin þó brattari og rís stutt upp frá
Jökulsá.
Svo fagurt og þrifalegt umhverfi er á Eiríksstöðum að athygli vek-
ur. Hlíðin á móti bænum sunnan ár er og vel gróin og svipmild.
Liggja þar lönd hinna gömlu aflögðu býla, Þorskagerði og Bratta-
gerði, en þau lönd hefur Skriðuklaustur átt frá fornu fari. Uppi á
hlíðinni, norður af Eiríksstöðum, rísa tvö há fell, kollótt að lögun
og heita Hneflar, kannske upphaflega Kneflar, og eru þetta merki-
leg örnefni á Jökuldal, þar sem utar á dalnum heitir fjall Hnefill,
upphaflega Knefill (sjá Landnámu) og dalurinn inn með honum að
austan Hnefilsdalur, í Landnámu Knefilsdalur.
Eiríksstaða-Hneflarnir sjást langt að, austan og norðan ár, og eru
svo líkir að manni dettur í hug tvíburar sem ekki þekkjast að. A
Hofteigsölduvegi á Smj örvatnsheiði gegnt yztu mörkum Jökuldals
blasa þeir mjög skemmtilega við, og eru í slíkri fjarlægð að mann
setur hljóðan við að vita að þeir eru innan sveitar.
Á Eiríksstöðum eru landkostir líkir og á Brú, og Eiríksstaðaland
hefur ekki staðið undir jafnmiklum áföllum af sandágangi og Brú,
þótt þess hafi eflaust gætt í einhverjum mæli af og til, einkum eftir
stórgosin sem skildu eftir sand sem síðan fauk aflur á bak og áfram
um nokkurt skeið.
í eldgosunum miklu á 14. öld, 1301, 1341 og 1362 hefur öll byggð
á þessum slóðum farið í eyði um lengri eða skemmri tíma og Hrafn-
kelsdalur og Brúardalabyggð að fullu.
2
MULAÞING