Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 5
EiríksstaSir. — Gamli bærinn t. v., timburhús byggt rétt fyrir aldamót og bað-
stofa áföst, eldii. Torfveggur frarn á h]að var rifinn og timburþilið sett í stað-
inn. I þessum húsum bjuggu tvær fjölskyJdur til 1949, er byggt var á Eiríks-
stöðunr II innar á túninu. Þar búa nú Sigurjón Guðmundsson og Agústa Jóns-
dóttir. T. h. er íbúðarhúsið á Eiríksstöðum I. Þar búa Jóhann Björnsson og
Karen Jónsdóttir Snædal. — Fremri Eiríksstaðahnefill upp af bænum. Ljósm.:
Lilliendahl 1953.
Kirkjustaðirnir Bakkastaður og Hákonarstaðir leggjast af, og
Bakkastaður að fullu úr byggð.
Sést það af lýsingu Hofteigs og Valþjófsstaða um það leyti sem
Wilkins-máldagi er gerður, að þessir staðir hafa orðið fyrir áföllum,
en það var um 1397. Gat þar ekki komið annað til en náttúruham-
farir, eldgosin sem nefnd voru. Kirkjustaður leggst niður á þessum
sióðum, og þeir bæir sem byggjast, heyra til Möðrudalsprestakalli
um langan tíma, og er þá reist bænhús á Eiríksstöðum. Þar hefur
þótt, sem er, miðsvæðis í Efra-Dalsbyggðinni. Hefur byggðin gresj-
ast svo við þessi eldsáföli, að aldrei hafa byggzt upp nema bæirnir
Brú, Eiríksstaðir og Hákonarstaðir, og til hverrar þessarar jarðar
leggst land svo óhemjumikið að svarar til hálfrar smásveitar.
Þessar þrjár jarðir áttu mest alla hina miklu Jökuldalsheiði og
öll Brúaröræfi, áður en byggðin hófst í heiðinni um 1840, og mörg
býlin urðu sjálfseignarjarðir.
MULAÞING
3