Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Síða 6
Eign og ábúð
Eiríksstaða getur fyrst 1467. Þá kaupir Hákarla-Bjarni sýslumaö-
ur jörðina af Stefáni Helgasyni. Eins og fyrr sagði hafa það verið
frændabýti. Telja sumir að Bjarni hafi búið fyrst á Eiríksstöðum
og þaðan hafi hann gert út á hákarlinn í Bjarnarey við Kollumúla,
sem hann fékk nafn af. Ekki verður það sannað að Bjarni hafi búið
á Eiríksstöðum.
Arið 1522 er gerður þar gerningur éinn af séra Jóni Markússyni,
sjálfsagt þeim sem prestur var í Vallanesi og talinn hefur verið faðir
Markúsar sýslumanns á Víðivöllum, þótt nú hafi komið fram tilgáta
um annað ætterni hans. Séra Jón kaupir þá Fjörð í Seyðisfirði og
lætur fyrir Eiríksstaði til handa Bjarna Erlendssyni sýslumanni,
sem þá er ungur maður og sonarsonur Hákarla-Bjarna, svo að ó-
hætt sýnist að álykta að Jón Markússon hafi á einhvern hátt átt
skylt við Hákarla-Bjarna eða verið honum tengdur. Ekki er að sjá
að Eiríksstaðir séu þá hátt metnir, er skipt er á sléttu á þessum jörð-
um, og er það þó vanmetið þar sem sjávarjarðirnar voru á þessum
tíma hátt metnar vegna sjávarafurðanna, sem allt að þeim tíma voru
í háu verði, þótt á þessum tíma hafi verið farið að lækka.
Þorsteinsœtt
Þegar kemur fram um 1600 eru það afkomendur Þorsteins Jökuls
á Brú sem hafa náð jörðinni, liklega til ábúðar, því að á þessum
fyrirfarandi tíma verður það, að Skriðuklaustur hefur eignazt
jörðina, og ýmislegt í byggðasögu jarðarinnar verður í beinu sam-
bandi við þessa eignarheimild á jörðinni. Fyrst mun það hafa verið
Sigurður Magnússon eða Magnason, Þorsteinssonar Jökuls, sem far-
ið hefur að búa þar þeirra ættmenna, ef á að trúa því að Magni hafi
búið á Brú eftir föður sinn. Þorsteinn sonur hans ætti þá að vera
fæddur, sem bjó með honum og eftir hann á Eiríksstöðum, ef Sig-
urði er þá ekki ofaukið í þessa ættartölu, þótt reyndar komi það
nafn fram í ættinni síðar, Sigurður sonur Þorsteins á Kjólsstöðum,
og síðan nokkrum sinnum.
4
MÚLAÞING