Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Side 9
En þaS voru fleiri prestaköll fátæk en Möðrudalur á þessum tíma,
og er seint þá sögu að segja. En nú eða stuttu síðar verður það að
Eiríksstaðir eru lagðir til Skeggjastaðakirkju á Strönd í Norður-
Múlasýslu, og á 19. öld taldist sú kirkja eiga Eiríksstaði, og hefur
Jjað sennilega orðið niðurstaðan, er Skálholtskirkjueignum var lóg-
að um 1800, að Skeggjastaðakirkja þyrfti að eiga Eiríksstaði.
Talið hefur verið að Þorsteinn hafi átt 14 börn, og skil finnast á
þeim 11 í manntalinu og vitað að eigi voru þau öll fædd 1703. Flest
eða öll þeirra koma við sögu í Jökuldal, en þó sum í Fljótsdal, og
teljast þau svo sem saga verður á ýmsum bæjum sveitarinnar.
Þorkell heimski
Þorkell hét sonur Þorsteins. Hann er 19 ára 1703 og er á Brú hjá
Þorvarði bróður Þorsteins. Þorkell er kallaður ,,heimski“, en kann-
ske af sömu rökum og Hreiðar í gamla daga, því að hann virðist
hafa verið alveg óheimskur maður, en líklega verið seinþroska og
þar af hefur nafnið komið. Kona Þorkels hét Þorbjörg, dóttir Jóns
sterka í Húsey, Einarssonar, 21 árs 1703, svo að seint hefur Þorkell
kvænzt, þegar tengdafaðir hans er aðeins tveimur árum eldri. Móð-
ir Þorbjargar er talin Ingveldur, prestsdóttir frá Grenjaðarstað, en
Jrað hlýtur að vera rangt, og finnst engin Ingveldur í manntalinu
1703, sem um gæti verið að ræða að sé prestsdóttir frá Grenjaðar-
stað.
Þessi Ingveldur mun vera sú Ingveldur, sem er á Kirkjubæ 1703,
13 ára hjá séra Ólafi Ásmundssyni og er dóttir Jóns bróður hans, en
þeir voru synir Ásmundar blinda á Hrafnabjörgum. Kona Jóns er
dáin og hefur sennilega verið prestsdóttir að norðan, og Jrá helzt
dóttir séra Jóns Gissurarsonar í Múla, sem átti Margréti dóttur séra
Ólafs á Kirkjubæ Einarssonar, en hún hefur orðið að giftast Jóni
Einarssyni ung til að eiga gjafvaxta dóttur um 1729, og gat það vel
verið, og fæst ekki önnur skýring á þessari Ingveldi, og ekki um
neina aðra Ingveldi að ræða eftir manntalinu en þessa er nú gat.
Þorkell bjó á Eiríksstöðum 1723 og er þá ókvæntur eftir þessum
fræðum, en hitt er líklegra að hann hafi verið kvæntur áður, en hann
MULAÞING
7