Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 10
átti Þorbjörgu, en verið barnlaus og þess vegna hafi gleymzt að
geta um þessa konu hans.1
Þau Þorkell og Þorbjörg áttu þrjár dætur svo sögur fari af. Elzt
var Solveig, og gæti verið fyrri konu nafn Þorkels, en Solveig hét
systir hans 1703, þriggja ára og hefur líklega dáið ung, því að hún
er eina barn Þorsteins sem ekki er vitað um. Ég tel þó ekki að fullu
að marka. I sögu Hákonarstaða kemur fram að helzt þarf dóttir
Þorsteins óþekkt, að vera þar til staðar.
A tvítugsaldri trúlofast Solveig, Gunnlaugi Árnasyni frá Brú, en
hann var drepinn í Hrafnkelsdal seint á ári 1749. „Þeir fara svona
þessir hnappastrákar,“ er sagt að Þorkeli yrði að orði er fréttist um
afdrif Gunnlaugs, en hann hafði verið skartsmaður. Sagt var að
Solveigu hafi verið mikill harmur að fráfalli Gunnlaugs, og nafni
hans lét hún heita. Hún giftist eftir 5 ár Einari Jónssyni frá Görð-
um í Fljótsdal, Högnasonar, Oddssonar, líklega Hallssonar prests í
Kirkjuhæ, Högnasonar, eins og Högnanafnið sýnir. Sjálfsagt hafa
einhverjir frændur Þorkels húið með honum á Eiríksstöðum á þess-
um tíma, því að nú eru þeir margir á lífi og þykir kærast að dvelja á
þessum slóðum. Þorkell bjó enn á Eiríksstöðum 1753, og er þá við
sjötugsaldur, en litlu síðar mun hann hafa dáið.
Guðrún dóttir hans giftist út í Hjaltastaðaþinghá, Birni Eiríkssyni
frá Sandbrekku, Teitssonar, og gerðist þar margur Þorkell afkom-
andi hennar og þar á meðal Þorkell faðir Björns hreppstjóra í Hnef-
ilsdal. Kristín dóttir Þorkels giftist Þorvarði Magnússyni, eflaust
þess Magnúsar Þorvarðssonar sem seldi Hans Wium Hákonarstaði
1742, og þarf þessi Magnús helzt að vera tengdasonur Þorsteins frá
Kjólsstöðum, því að ekki er hann sonur Þorvarðar á Brú að því er
sýnist 1703. Fleiri dætur átti ekki Þorkell heimski, og allar sáu þær
um það, að þetta nafn varð sízt ættarnafn.
1 Verið gæti |)ó að dætur Þorkels hafi verið eftir fyrri konu og Þorkell ekki
átt Þorbjörgu fyrr en gamall og hún svo talin móðir dætra hans. Þorbjargar-
nafnið kom ekki fram í ættinni.
8
MÚLAÞING