Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Side 12
fólk sat við spil sem þá var tiltölulega nýstárleg skemmtun. Bar nú
fólkinu á milli í spilunum, og að því að talið var allhastarlega. Veit-
ir það því athygli að það eru komnir tveir tígulkóngar í spilin, og
varð fólkið þá felmtri slegið. Jafnframt sér það að eitthvað ókenni-
legt og hræðilegt skrímsli er komið í uppganginn í baðsofuna, og
urðu allir stjarfir af hræðslu og máttu sig hvergi hræra né neina
björg sér veita. Fylgdi það þá sögunni að Einar á Brú, bróðir Þor-
kels, hefði lagt sig útaf og sofnað. Vaknaði hann með þeim ummæl-
um, að nú ætti Þorkell bróðir sinn bágt. Bjóst hann þegar af skynd-
ingu út í Eiríksstaði og gerði vart við sig á glugga. Fór hann inn um
gluggann og náðiíhúslestrarbækur og las venjulegan húslestur. Rann
þá óvit af fólkinu og skratti hvarf úr uppgöngunni og jafnaðist líðan
fólksins. Þessu var trúað af öllum og hiklaust sagt satt vera. Var og
tekið það mark á því, að stranglega var það bannað að hafa spil
um hönd á jólanótt hvarvetna á Austurlandi, og bryti einhver upp á
því að hafa spil um hönd, einkum börn, stóð ekki á því að taka fram
dæmið frá Eiríksstöðum um þess háttar athæfi. Og færi svo að mönn-
um kæmi ekki ásamt í spilum, voru það flestir sem lögðu þau niður
á samri stundu og vildu ekki bíða eftir tveimur tígulkóngum í spil-
in. Svo ljóslifandi og áhrifaríkur var þessi atburður í sálarlífi manna
að fram á síðustu tíma, ef til vill enn í dag, að hvergi voru spil um
hönd höfð á jólanótt.
Hróðný var fædd 1748. Hún lifir á Eiríksstöðum 1816. Hún hef-
ur eflaust verið afburðakona, en ekki flutti hún auðinn í Eiríksstaða-
heimilið. I jarðabók Skúla 1753 er Páll annar bóndinn á Skeggja-
stöðum í Fellum, en þessi athugasemd er gjörð við búskap hans,
„har intet“. Þá er Hróðný 5 ára. Hún var fædd á Langhúsum í
Flj ótsdal.
Gunnlaugur og Guðrún
Gunnlaugur Þorkelsson bjó á Eiríksstöðum. Han kvæntist Guð-
rúnu Finnsdóttur bónda á Skeggjastöðum á Dal, Guðmundssonar,
og átti Finnur Jarþrúði Hallsdóttur frá Njarðvík, en móðir hennar
var Vilborg Eiríksdóttir prests í Þingmúla, Sölvasonar frá Hjarð-
arhaga og Helgu Sigfúsdóttur prests í Hofteigi, Tómassonar. I tíð
10
mulaþing