Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 13
Gunnlaugs liófst fjárræktin á Jökuldal, kynbætur sauSfjár, með
þeim árangri að síðan hefur Jökuldalsfé verið sérstakur fjárstofn
í landinu og einkenni hans ræktuð um allt land. Enginn veit nú
hvað bar til þess, að þeir Eiríksstaðamenn komust á þessa braut.
Sjálfsagt hafa þeir ekki haft þekkingu á stofnræktun eða kunnað
aðferðir í því efni. Eitthvað sérstakt hefur komið til, sem þeir hafa
veitt eftirtekt og tekið að leggja rækt við að endurtækist. Gat þetta
tekið langan tíma, kannske allt frá dögum Þorkels heimska og mörg
afbrigði komið undir mat og val á kostum áður en kynfestan er orð-
in örugg, en féð er ræktað með tilliti til hreysti, beitarþols og feg-
urðar í útliti.
I þessu er orðin niðurstaða um 1830, og sauðfjárkynbótahugur
grípur bændur víða um land. Var á sama tíma náð miklum árangri í
sauðfjárrækt á Mýrum í Skriðdal, en bóndinn þar, Sigurður Eiríks-
son, var systkinabarn við Guðrúnu Finnsdóttur á Eiríksstöðum.
A þessum tíma er það vaninn að þjóðtrúin á sínar skýringar á
hlutunum. Gott kúakyn á ætt að rekja til álfakúa eða sækúa, eins og
Kluftakynið í Hreppum í Árnessýslu, en engar slíkar skýringar fyr-
irfinnast í sambandi við Jökuldalsféð eða þær eru nú með öllu
gleymdar. Eftir er aðeins það að hér var unnið þýðingarmikið og
happasælt verk sem komið hefur að notum fram á þennan dag.
Gunnlaugur dó 1851.
Þau Gunnlaugur og Guðrún áttu þrjú börn sem til aldurs kom-
ust; Einar ókvæntan og barnlausan, var alltaf á Eiríksstöðum; Hólm-
fríði, sem átti Einar bónda á Skeggjastööum í Fellum, Jónsson vef-
ara, Þorsteinssonar, var þeirra sonur Eiríkur í Bót; og svo Guðrúnu.
Hún bjó á Eiríksstöðum.
Guðrún á Eiríksstöðum
Guðrún var fædd 1815. Hún átti Jón frá Möðrudal Jónsson,
Jónssonar, Sigurðssonar, bróður Sigurðar í Möðrudal, Metúsalems
sterka og Árna á Aðalbóli. Þau Jón og Guðrún áttu 13 börn, en
mörg dóu í æsku.
Eftir 1850 er einna mestur búskapur á Jökuldal, fólkið er margt
og það spyrst um fjölda fjár, en framtöl mun lítið að marka.
MULAÞING
11