Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Síða 15
glöð í huga sneri hún aftur á bernskustöðvarnar, búin að vinna það
sem forfeSrum hennar hafði ekki auðnazt, að eignast Eiríksstaði.
Guðrún hafði ekki komið til einskis í Vopnafjörð. Gunnlaugur
sonur hennar festi heit við unga stúlku í Vopnafirði, Steinunni dótt-
ur Vilhjálms Oddsen alþingismanns og söðlasmiðs á Hrappsstöð-
um, og auðvitað fór hún í öskuna á Eiríksstöðum, en eigi var það
fyrr en litlu seinna. Móðir Steinunnar var Björg Guttormsdóttir
silfursmiðs í Krossavík, Guðmundssonar sýslumanns, Péturssonar
og Steinunnar Gunnlaugsdóttur prests á Hálsi í Fnjóskadal, Gunn-
laugssonar. Guðrún gat nú afhent börnum sínum Eiríksstaði til
eignar, og varð það Gunnlaugur sem eignaðist jörðina. Lifði Guð-
rún síðan stutt og dó 1882, 67 ára gömul, en þeim aldri náði einnig
faðir hennar, Gunnlaugur Þorkelsson.
Gunnlaugur var efnismaður, greindur og góður búþegn. Hann
skrifaði lýsingu af gosinu 1875, eins og það birtist lifandi mönn-
um og skepnum á þessum efstu bæjum á Jökuldal. Er þetta greinagóð
frásögn og sönn, útúrdúralaus og æsilaust skrifuð og hittir víða vel
í mark á ímyndunarafli þeirra sem þess njóta að lesa hana, en æðru-
laust mundi flestum ekki reynast að lifa slíka atburði. Það virðist
þó Eiríksstaðafólkið hafa gert.
Jónas Eiríksson
Árið 1880 giftist Guðlaug dóttir Guðrúnar, Jónasi Eiríkssyni,
svo sem sagt var. Hann var búfræðingur frá Stend í Noregi 1877
og hafði starfað sem sýslubúfræðingur í Suður-Múlasýslu undan-
farin sumur. Nú hófu þessi ungu hjón búskap á Eiríksstöðum móti
Gunnlaugi syni Guðrúnar. Jónas var sonur Þóru Árnadóttur, er átti
Eirík Arason af ætt séra Eiríks ríka á Kolfreyjustað, Einarssonar,
af góðum bændaættum í Fljótsdal. Móðir Árna föður Þóru var
Guðrún Erlendsdóttir frá Ásunnarstöðum í Breiðdal, sem átti Stef-
án í Litla-Sandfelli, Magnússon, og eru þau hjón miklir ættfeður í
landinu. Móðir Guðrúnar Erlendsdóttur var Guðný Þorsteinsdóttir
frá Eskifirði, Ketilssonar og Guðrúnar Árnadóttur, Rögnvaldsson-
ar prest á Hólmum, Einarssonar, en móðir Guðrúnar Árnadóttur var
Sigþrúður Sigfúsdóttir prests í Hofteigi, Tómassonar, en móðir Sig-
MULAÞING
13