Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 17
Pétur Pétursson, jónssonar á Skjöldólfsstöðum um 1756. Nú mátti
segja að ættsetan slitnaði á Eiríksstöðum með ábúð þeirra Einars
og Steinunnar, þótt Steinunn sæti þar af tengdum. Þau Einar og
Steinunn áttu einn son, Gunnlaug, er læknir varð í Reykjavík. Ei-
ríksstaðaheimili í höndum þeirra Einars og Steinunnar varð eitt
mesta myndar- og efnaheimili á Austurlandi. Einar var hreppstjóri
um skeið og bauð sig fram til þings 1908 móti uppkastinu, en náði
ekki kosningu. Nú voru þeir vaxnir synir Steinunnar og Gunnlaugs,
Vilhjálmur fæddur 1883, kvæntist þetta ár 1908 hinn 6. september,
Elínu Pétursdóttur prests Þorsteinssonar Maack á Stað í Grunnavík.
Stóð brúðkaupsveizla þeirra á Eiríksstöðum með hinum mesta veg,
og mun vera ein síðasta stórveizla er haldin var við brúðkaup, en
jafnan höfðu brúðkaupsveizlur verið mikil fyrirtæki. Var boðið
fólki víða af Austurlandi, og þess minnzt fram á þennan dag hversu
hér var öllu stórmannlega farið. Jók það á allan brag, að nú voru
hinar örlagaríku kosningar fyrir dyrum, 10. september það ár, er
Islendingar þurftu að sjá við Dönum og þeirra liði á íslandi, eða
svo þótti þeim vera í þann tíð.
Vilhjálmur og Elín
Þau Vilhjálmur og Elín hófu búskap á hluta af Eiríksstöðum á
móti Einari, en fengu Hofteig til ábúðar 1910 og bjuggu þar í 6
ár, en fluttu þá heim í Eiríksstaði.
Hafði það verið meðan þeir voru ungir menn á Eiríksstöðum,
Vilhjálmur og Jón, að þar var glaðværð meiri á heimili en annars
staðar. Þeir voru hinir mestu gleðimenn og hrókar alls fagnaðar
hvar sem þeir voru komnir, og þetta afdalaheimili komst i raun og
veru í þjóðbraut. Þangað komu allir sem austur um Möðrudals-
heiði lögðu leið, en það var styttra að fara þar ofan á Jökuldalinn
og svo austur yfir Fljótsdalsheiði, en fara ofan að Skjöldólfsstöðum
og síðan út allan Jökuldal og þvert yfir Hérað. Jón lærði á orgel og
lék á það betur en títt var að menn næðu organslætti í sveitum, og
mátti segja að hann væri listfengur í þeirri grein. Fór hann víða að
kennslu í þessari grein, og þótti alls staðar aufúsugestur. Hann
MULAÞING
15