Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Síða 18
varð þá þó fyrir því mótlæti á ungum aldri, að missa fót íyrir berkla
og gekk hann síðan á tréfæti. Vann það ekki á glaðværð hans og
karlmennsku. Vilhjálmur var og mjög glaðvær maður, greindur og
skemmtinn og lék vanalega á als oddi. Var fyndni hans oft til hinnar
mestu upplyftingar í dalnum. Voru þeir og allra manna alþýðlegastir
og gerðu sér ekki mannamun í glaðværri umgengni.
Saman við glaðværa háttu þeirra bræðra fór svo frábær gestrisni
og höfðingsskapur húsbænda, svo að Eiríksstaðaheimili varð víð-
frægt, því að þangað kom fjöldi manna á ferðalögum, og hlutu allir
slíkar móttökur að ógleymanlegar urðu, og undraði það alla mest
að fyrirhitta slíkt heimili á efstu byggðaslóðum. Var títt að marg-
mennar veizlur stæðu á Eiríksstöðum sunnudag allan er sumar var,
og ekki séð eftir að bæta mánudeginum við sem þankastriki.
Eins og fyrr segir kom Vilhjálmur heim í Eiríksstaði eftir 6 ára
búskap í ffofteigi árið 1916.
Jón og Stefanía
Arið eftir kvæntist Jón bróðir hans Stefaníu Karlsdóttur kaup-
manns af Stöðvarfirði, Guðmundssonar bónda á Torfastöðum í
Vopnafirði, Stefánssonar, en Stefán átti Solveigu Björnsdóttur frá
Böðvarsdal og Guðrúnar Skaftadóttur prests á Hofi, Árnasonar, en
Skafti prestur átti Guðrúnu Guðmundsdóttur prests á Hofi, Eiríks-
sonar, en Guðmundur var sonur Sigríðar Eiríksdóttur prests í Hof-
teigi, en móðir Sigríðar var Ingibjörg Sigfúsdóttir prests í Hof-
teigi, Tómassonar. Var Stefanía afburða glæsileg og myndarleg
kona. Fengu þeir bræður nú meginhluta jarðarinnar til ábúðar, en
gömlu hjónin drógu saman. Gunnlaugur sonur þeirra var í lækna-
námi og langt kominn, og er hann hafði lokið námi settist hann að
í Reykjavík. Fluttu þau þá til hans, foreldrar hans, og dvaldi þó
Einar oft eystra og fór að smíðum hér og þar. Þótti hann mikill
merkismaður.
Heimili þeirra bræðra á Eiriksstöðum hélt áfram að vera sama
glaðværðar- og gestrisnisheimilið og það hafði jafnan verið. Var
ekki vandi að hitta menn út um allt land, sem báru orð á þetta af
eigin reynd. Voru konur þeirra vel menntar og skörulegar, og gerðist
16
MÚLAÞING