Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 19
Elín ljósmóöir 1919 og hélt því starfi í 20 ár. Hún var fróðleiks-
kona og svo minnug að nálega gleymdi hún engu og fylgdist með
viðburðum um allt land og kunni skil á fjölda fólks, sem aðrir leiddu
ekki í huga að væri til. Hún var frábærlega háttvís kona og hafði því
menningaráhrif hvar sem kom við. Hið sama mátti segja um Stefan-
íu, og var sambýli þeirra gott og innilegt og bar aldrei skugga á.
Arið 1931 dó Jón á sjúkrahúsi í Reykjavík 46 ára, en Stefanía
hélt áfram búskap á Eiríksstöðum, og var ráðsmaður hennar Jakob
Jónasson, Kristjánssonar ríka á Hólseli, Jóhannssonar. Áttu þeir
bræður Eiríksstaði að jöfnu hvor. Stóð svo fram að 1940, að Gunn-
laugur sonur Vilhjálms og Elínar kvæntist Björgu Sigvarðsdóttur
frá Brú. Reistu þau bú á Eiríksstöðum á móti Vilhjálmi. En 1945
brugðu þau Vilhjálmur og Elín búi og létu jörðina í hendur Gunn-
laugi. Fluttu þau til Reykjavíkur á slóðir dóttur sinnar, Steinunnar,
sem var gift Björgvin Sigurðssyni frá Veðramóti, lögfræðingi. Héldu
Vilhjálmur og Elín heimili þar á ýmsum stöðum, og var eins og
þau hefðu flutt Eiríksstaði með sér, svo vel héldu þau hinum gömlu
Eiríksstaðaháttum í samskiptum við alla menn.
Þetta sama ár gerðist Þorsteinn sonur þeirra bóndi á Skjöldólfs-
stöðum, en fleiri börn áttu þau ekki. Nokkru seinna giftist Karen
dóttir Jóns og Stefaníu Jóhanni Björnssyni frá Surtsstöðum. Var
hann í ætt við Stefaníu, því að Björn faðir hans var Sigbjörns-
son, Björnssonar í Sleðbrjótseli, en móðir Björns var Sigríður
Sigfúsdóttir prests á Ási, Guðmundssonar, en séra Sigfús var bróðir
Guðrúnar konu Skafta prests á Hofi. Börn Jóns og Stefaníu voru
ennfremur, Steinunn húsfreyja á Surtsstöðum, Gunnlaugur læknir
í Reykjavík og Nanna, fædd eftir lát föður síns. Með ráðsmanni
sínum eignaðist Stefanía einn son, Karl, í Reykjavík. Stefanía flutt-
ist til Keflavíkur og andaðist þar nokkru síðar 1956. Vilhjálm-
ur dó í febrúar 1959 og Elín 1960, og hvílir allt þetta Eiríksstaða-
fólk í kirkjugörðum Reykjavíkur. Við útför Vilhjálms var fyrst
sungið við jarðarför „Blessuð sértu sveitin mín“.
Við burtför þessa fólks af Jökuldal var eins og hrostið hefði
strengur gamallar sigurgleði, sem ómað hafði í byggðinni öldum
saman, en það var líka tíminn sjálfur, sem var að skipta um tón-
stigann.