Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Side 20
Arið 1911 var kirkjan ílutt frá Brú að Eiríksstöðum og er nú
annexía frá liinu nýja prestakalli, er stofnað var er Hofteigspresta-
kall var lagt niður 1959 og enginn prestur hefur viljað sækja um að
þessu. Sá tónn á hinum nýja tónstiga tímans mun ætíð reynast falsk-
ur á Jökuldal, og þó fær um að reka þaðan aldagamalt yndi af lífs-
háttum sem óvíða gáfust slíkir, og er þjóðin misvitur eins og Njáll,
er hún lætur slíka öfugþróun yfir sig ganga í eins konar svefni.
1 ár 1962, þegar þetta er ritað, seldi Gunnlaugur sinn hluta í
Eiríksstöðum og fluttist til Reykjavíkur. Situr þá Karen eftir í
hinni gömlu ábúð Þorsteins Jökulsættar á Eiríksstöðum.
Eftirmáli
I sambandi við þennan þátt um Eiríksstaði á Jökuldal er rétt að hafa í
huga, að ég hef skrifað sams konar þætti um hvern bæ á Jökuldal. Þessir þætt-
ir gerast í því ljósi, að öll byggðasagan sem fram kemur í þeim er rakin út
frá búsetu Þorsteins Jökuls á Brú á 16. öld. Það verða afkomendur hans sem
gera söguna á Jökuldal eftir þann tíma. Verður þetta einkum glöggt eftir
1700, en þá breiðist ætt frá Þorsteini Magnússyni, sem býr á Kjólsstöðum í
Möðrudal 1703 og átti 14 börn, um dalinn. Börn Þorsteins lifa öll af stóru-
bólu 1707—1708, sem sýnir að hún hefur ekki komið á Efra-Dal. Þorsteinn
þessi bjó á Eiríksstöðum eftir 1705, og ýmislegt er snertir sögu hans og barna
hans gerist á öðrum bæjum. Því er hér svolítið sagt frá Þorsteini í þessum
þætti. Þættirnir allir mynda nokkuð samfellda Þorsteins Jökuls sögu, sem
verður byggðasaga Jökuldals á síðustu öldum. Þegar ég kom í Jökuldal 1928
voru allir bændur á Jökuldal og ég líka, afkomendur Þorsteins Jökuls, svo
fremi að trúa megi því að „Þrúður“ móðir Kristínar í Hofteigi konu séra Sig-
fúsar Tómassonar hafi átt skammt ætt að rekja til Þorsteins Jökuls, sem mun
vera satt þótt tveir ættliðir séu óþekktir.
Þessi Eiríksstaða saga geldur þess í nokkru að hún á þátt í annarra bæja
sögum, sem henni gátu ekki fylgt. Einkum er það Brúar, Eiríksstaða og Há-
konarstaða saga sem eru eins og eitt er fram á tíma kemur, enda voru þessir
bæir lengi afskekktir og fylgdu Möðrudalsprestakalli, var bænhús á hverjum
bæ. Þarna vill þessi ætt búa, og þetta skýrir þátturinn af Þorsteini Jökli, sem
er sérstakur þáttur í þessu þáttasafni.
B. G.
18
MULAÞING