Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Síða 22
Júlíus lézt fyrir tveimur árum, staddur í Vífilsnesi.
Eitt sinn skrifaði ég punkta eftir honum í sögu af hans mestu
lestaferð, en þœr voru margar á löngum heiðum. Er þaS nú þannig,
aS lestaferSirnar eru úr sögunni, og má hesturinn mest fagna, en
þær voru um alla sögu snar þáttur í lífi þjóSarinnar, og þaS kom í
hlut sumra manna aS vera mjög á lestaferSum. VerSur hverjum aS
list er hann leikur, og til voru þeir menn, og ég held aS Júlíus hafi ver.
iS einn, sem þótti mest gaman aS lestaferSum af öllum ferSalögum.
Þessi sögulegi þáttur hins íslenzka þjóSlífs er nú mjög vanræktur.
Mér þótti saga Júlíusar svo merkileg, aS trautt mætti hún gleym-
ast, og þegar í ljós kom eftir 30 ár, aS hann mundi hvaS hver hest-
ur hét af yfir 20 hestum, þá þótti mér þaS vera einstök lestamennska,
um leiS og einstakt minni Júlíusar kom í ljós á þennan hátt.
Um leiS þóttist ég skilja þaS, aS þessi lestaferS, og sjálfsagt allar
lians lestaferSir, var annaS og meira en reka truntur undir klyfjum.
Ég hafSi komiS sjálfur lítiS eitt viS söguna, en hvar skilningur og
yndiS af þessu starfi liggur, er sjálfsagt nokkuS einstakt fyrir hvern
lestamann. Og þegar frásögn Júlíusar var einföld og yfirlætislaus, þá
þóttist ég skilja, aS annaS en stór þrekraun var inntakiS í minn-
ingu Júlíusar af ferSinni, og þegar lestamaSurinn syngur til aS
forSast svefninn í værri sólnóttinni og svanirnir taka undir viS
hann, þá fer maSur aS skilja hvernig grafiS er á gulli minninganna
úr þrekraunaferS.
Hefst nú, saga Júlíusar
VoriS 1928 réSst ég til vistar á EiríksstöSum á Jökuldal, en hafSi
áriS áSur veriS á HákonarstöSum, bæ stutt utar á Dalnum. Þá
bjuggu í EiríksstöSum þeir bræSur, Jón og Vilhjálmur Gunnlaugs-
synir Snædal. Ég réSst aS búi Jóns. Kona hans var Stefanía Karls-
dóttir kaupmanns á StöSvarfirSi, GuSmundssonar. Kona Vilhjálms
var Elín Pétursdóttir prests Maach, og var heimili þessara bræSra
og kvenna þeirra sem eitt heimili. Var mannmargt á báSum búum,
gestrisni og glaSværS, svo jafnvel landsfrægt var. Jón var einfætt-
ur maSur frá ungum aldri og gekk því ekki heill til skógar í erfiSum
búskap, en lét þó ekki sitt eftir liggja þar sem hann kom sér viS.
20
MULAÞING