Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Síða 24
ferðina. Jóni þótti í mikið ráðizt hjá mér, og var glatt yfir borðum
um kvöldið. Unglingspiltur var hjá jóni. og spurði Jón mig að
hvort ég vildi ekki hafa hann með. Ég treysti honum ekki til að
vaka, því frá því að farið var af stað að morgni í Vopnafirði, var
ekki komiö í Eiríksstaði fyrr en í sama mund daginn eftir og ekki
hægt að gista á bæjum á leiöinni með svona marga hesta. Kaupa-
kona var á búi Jóns, og nú kom galsinn upp í Jóni, og spurði hann
mig hvort ég vildi ekki „hafa kaupakonuna með.“ „Jú, ég skal fara
með Júlíusi,“ sagði kaupakonan, en það mál var nú ekki nema til
að hlæja að því. Daginn eftir fór ég svo að smala saman hestum. Þá
bjó á Grund Páll Vigfússon, hinn mesti dáöadrengur og vinur
þeirra Eiríksstaðamanna. Páll lánaði óðara í bili 6 hesta, og hétu
þeir Feti, Kolskeggur, Jörp, Bára, Kólga og Brúnka. A Stuðlafossi
bjó Sigurður Haraldsson, svili Páls Vigfússonar. Konur þeirra voru
dætur Stefáns í Möðrudal Einarssonar. Atti Páll Maríu, en Sigurður
Hróðnýju. Hann lánaði undir eins 4 hesta, er hétu Mósi, Bára, Jörp
og Skjóna. Vilhjálmur bróðir Jóns lánaði 6 hesta, þeir hétu Gráni,
Faxi, Bleikskjóna, Laski, Freyja og Bleikka. Hún var forustuhross
og réði alltaf fyrir allri ferðinni. Jón átti svo 7 hesta til að leggja í
feröina, og þeir hétu, Trausti, sem var reiðhestur Stefaníu, Þráinn,
Borgarstjóri, Múli, Roka, Blesi og Rauðka. Síðan var reiðhestur
minn, sem hét Blakkur, og átti ég hann sjálfur. Nú var næst þrett-
ánda sumarhelgi, og ég hafði smalað saman hestunum á fimmtudag.
Allir lánshestarnir voru vel búnir að reiðfærum, og er það búskapar-
lögmál á Jökuldal, að reiðskapur verður að vera í lagi, og er ferða-
gæfan ekki minnst undir því komin, að ekkert bili er honum tilheyr-
ir. Slitni gjörð þýðir ofanveltu af hestinum, brotinn klakkur, basl
við klyfina og sömuleiðis slitinn sili. Oryggiskennd lestamannsins
hvílir á þessum útbúnaði. Veður höfðu verið hin blíðustu undanfar-
ið, en kalt hafði vorið verið og síðgróið, og ég held helzt að ég hafi
ekki verið fyrr á feröinni fyrir það, að ekki hafi veriö öruggt um
næga haga á leiðinni, einkum í heiðinni, fyrir svona marga hesta.
Snemma morguns á föstudag lagði ég á stað, og var blíðskapar-
veður og heitt í heiðinni um daginn. Var það vani að nota nóttina
í lestaferÖina yfir heiðina, þá var svalara, en um hádag gat hiti
verið óþolandi fyrir hesta undir þungum burði. Bleikka rakti göt-
22
MULAÞING