Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Qupperneq 25
una út og upp frá Eiríksstöðum og spann lestina á eftir sér í langan
toga, og svo gjörði hún alla leiðina. Eg fór vel á þverspori og stanz-
aði tvisvar á góðum haga í heiðinni. Leiðin hafði legið svokallaðan
Víðihólsveg, fram með Gripdeild, veiðivatni, um Víðihóla, austan
við Svalbarðið, að Lönguhlíð og síðan með fellunum, Skjaldklofa,
Skálafelli, Dritfelli og Geldingafelli, og fór þá að halla undan til
Vopnafjarðar, og blasti sveitin við. I heiðinni er mjög sumarfag-
urt. Féð var komið um alla heiði. Jökuldalsfé um innheiðina en
Vopnafjarðarfé í Tunguheiði, en yzti hluti hennar heitir Steinvarar-
tunga, og liggur saga til nafnsins. Féð var vel ástigs og sýnilegt að
lömb mundu verða væn. Fuglalífið er fjölskrúðugt, lóur og spóar
og aðrir farfuglar, sem aldrei þegja yfir dýrðinni. Svanir og endur
syntu á vötnunum, sem þarna eru mörg og veiðisæl af silungi.
Fjalladýrðin er undur, og fjarlægðin gerir þau blá, því þau mynda
fjarlægan hring um heiðavíðernið. Ég stefni á Fláganga fyrir
norðvestan Vopnafjörð. I suðurheiðinni skáru Dyrfjöllin við Borg-
arfjörð úr um fegurðina. Mig grunaði ekki að síðar ætti ég að
hafa þau hvern bjartan dag fyrir augum.
Meðan Bleikka spinnur lestina á glöggum götunum, nýt ég þess
að vera þarna á ferð, ég er óþreyttur og margt kemur í hugann í
þessu heiðavíðerni. Þjóðfellið við Langadal, endinn á Dimmafjall-
garði við Möðrudalslönd, vekur mér viðkvæmni. Oft liafði ég rekið
lestina meðfram fellinu í værri sumarnóttinni og jafnvel í haust-
hryðjum. Og hvern kílómeterinn af öðrum spinnur Bleikka lestina
ofan í Vopnafjörð á Tungusel við Hofsá innst í Hofsárdalnum. Þar
fellur Tunguá í Hofsá, og hagi er þar góður, gamalt býli. Leiðin
liggur yfir Tunguá að Einarsstöðum. Þar var girt tún, og varð ég
að reka lestina í gegnum túnið, sem mér þótti ekki gott, en ekki var
að því fundið. Þá bjuggu á Einarsstöðum Jón Sigfússon og Sigrún
Sigfúsdóttir frá Hofi, fósturdóttir séra Einars. Mér voru óðar í bili
bornar góðgerðir, og sagðist Jón aidrei hafa séð Jökuldælinga fara
með slíka lest. Var hann alinn upp á Einarsstöðum og mundi vel
hinar fyrrum frægu Jökuldals-lestir. Ég kom hestunum út fyrir tún
og gekk svo til bæjar. Þegar komið var í sveitina, var nokkur vandi
á höndum um að gera ekki usla í túnum og engjum með svo marga
hesta. Velja varð áningarstaði sem fjærst bæjum að sízt voru engjar.
MÚLAÞING
23