Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 29
til þreytu, og svefn sótti ákaft á mig. Ég fór að syngja. Það geri ég
aldrei í kirkju niðri á Dal, svo ég gjörði hér eins konar Fjalikirkju.
En hvernig sem söngurinn var, tóku svanirnir undir, og hafði ég
gaman af. Þó naut ég heiðarinnar í sinni fegurð ekki eins vel og
þegar ég fór norður. Ég hef víst verið eitthvað þreyttur. Ég sá Ei-
ríksstaðahneflana langt í suðri. Já langt! Þarna fyrir sunnan þá,
niður við Jökulsána eru Eiríksstaðir. O-jæja!
Það rótaðist ekki á nokkrum hesti, og enginn þeirra sýndi þreytu-
merki undan burðinum. Við Lönguhlíðina stanzaði ég næst og tók
ofan af öllum hestunum. Þar liggur vegurinn frá Skjöldólfsstöðum
til Möðrudals. Hér var ágætur hagi og hestarnir fylltu sig fljótt.
Meðan ég var þarna, gaus reykurinn upp á Ármótaseli, svo komin
var fótaferð á Jökuldal. Ármótasel er í heiðinni norður frá Arn-
órsstaðabrúnum. Þar bjuggu þá Dómhildur Benediktsdóttir og Jón
Stefánsson, mikil gestrisnis- og greiðahjón, og þangað var ekki
langt að fara. Sannarlega langaði mig í hressingu. Ég snaraði klyfj-
unum upp. Nú ætlaði ég ekki að taka ofan fyrr en á Eiríksstöðum,
og yrði það þó lengsti áfanginn í ferðinni. 011 leiðin lá nú í brúnum
Jökuldals og nokkuð á skakk í Eiríksstaði. Var nú auðfundin heim-
fýsi í hestunum, en þó ekkert óþol. Leiðin lá sem áður, fram hjá
Víðihólum og réttinni þar, sem þó nú var aflögð frá 1922. Meðfram
Gripdeildinni lá vegurinn sem áður. I því vatni var veitt frá Eiríks-
stöðum og með nokkuð sérstæðum hætti. Vík var í vatninu og var
dregið fyrir með þeim bætti að sundríða með netið og draga upp í
víkinni. Hestar vöndust þessu og fóru þetta sjálfviljugir án manns,
þegar komið var á staðinn og auðséð bvað til stóð. Veiði var oft
góð og silungur sérlega vænn, oft gerðu 10—11 stykki klyfina af
þeim stærstu. Nú gerði ég ráð fyrir að fá fljótlega að taka þátt í
þessu og hugsaði ekki með neinum geig til starfans.
Nú fór að styttast í Eiríksstaði, og kom ég heim laust fyrir há-
degi. Fólk þusti að til að hjálpa mér að taka ofan. Það var ekkert
glensað á Eiríksstöðum í þessu tilefni. Ég held að sumum hafi
fundizt að gerzt hefði ævintýri. Og það var raunar ekki furða.
Hestarnir hnöppuðust saman á hlaðinu, og ég gleymi því aldrei að
sjá þennan hnapp af klyfjahestum, sem sýnilega skildu að komið var
í áfangastað, og hefðu líklega illa rekizt lengra. Þeir voru ekki í
MULAÞING
27