Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 32
kemur stöku sinnum, og þá langhelzt snemma vors, að þessar að-
stæður skapast; ef kuldar og þurraþræsingar ganga dögum saman.
Vorið 1954 gerði kuldakast snemma í maímánuði eftir að Jökulsá
hafði brotið af sér vetrarfjötra. Þá var það dag einn, að tveir ungir
menn, þá heimamenn á Eiríksstöðum: Karl Jakobsson nú bóndi á
Grund og Smári Gunnlaugsson nú í Reykjavík, voru á gangi þarna
með ánni og sjá að vatnsmagn hennar hemst nú allt í stokknum
mjóa norðan Kerlingar. Grípur þá því löngun að fara niður í gilið
og athuga þetta nánar. Þegar niður kemur virðist þeim sér gullið
tækifæri að fótum lagt, að komast yfir ána; hafa þeir engar vöflur
á, stökkva af stalli á stall yfir á Kerlingu, en ganga síðan þurrum
fótum yfir syðri kvíslina þar sem hún hverfur inn í og undir klett-
inn. Lánast þeim stökkin vel báðar leiðir, þótt sleipt sé á stöllum af
úðaskvettum ólgunnar niðri í stokknum.
Bóndi sér af hlaði, hvar strákarnir eru allt í einu komnir suður
yfir ána og undrast allmjög þeirra atferli. Hvatar hann för niður að
gömlum drætti (kláfferju) sem er þarna nokkuð utar á ánni og nær
bænum, en er nú ónýtur að kalla, og liggur blátt bann húsbænda við
að farið sé í hann, eða á köðlum, sem var íþrótt Jökuldæla áður
fyrr. Hugsar hann drengi góðs pistils maklega fyrir að hafa brotið
þetta bann. En sem hann kemur niður að drættinum, eru piltar allt
í einu komnir upp á norðurbakkann aftur nokkru innar. Skilst
bónda þá að þeir muni með öðrum hætti hafa farið yfir en á drætt-
inum og þá sennilega brugðið á Kerlingarhopp, sem þó var bann-
helgisbroti dráttarins litlu betra.
Munu þeir félagar litla þökk heimafólks hafa hlotið fyrir til-
tækið og afrekinu lítt á lofti haldið, enda leikurinn í þessu tilfelli
óþarfur og þjónaði engum tilgangi öðrum en að svala ævintýraþrá
ungra manna, sem oft er ærin, og skjót framkvæmd þá tíðum skyn-
samlegri yfirvegun sterkari. Hvorugur mun síðan hafa leikið
þennan leik né aðrir, enda skyldi engan hvetja að stökkva milli votra
og sleipra þjóa Kerlingar í gili, því að vel gæti þeim hinum sama við
minnsta misstig verið búin kerlaug með henni í köldum kaststreng
Jökulsár.
30
MULAÞING