Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 37
En þau voru ekki öll eins og þetta fagra kvöld
með þúsund stjörnufjöld,
og máninn breiddi á sjávarflötinn mynd af hálfum skjöld.
Það marraði í hverju spori í snjónum,
og ekki heyrðist andvarp neitt frá sjónum.
En Gullkamburinn reis þar úr hafi hár og beinn.
Það hefur enn ei neinn
mynd hans sett á filmu, þó mænir hann þar einn,
svo máttugur með kirkjuturna háa,
en landmegin hans sundið silfurbláa.
Og þegar ég á göngu minni fram hjá kambnum fór,
var fallinn þaðan sjór,
og lands í milli og kambsins var leira dökk og stór,
sem leyndi ekki þarna kviku neinu,
og fjárgötuna þar ég þræddi beinu.
En allt í einu nafnið mitt var kallað kambnum frá,
og kynlega mér brá,
og skimaði í kringum mig, en kvikt ég ekkert sá,
sem komið gæti’ á slíkum furðuhljóðum,
er hafði ég aldrei heyrt á þessum slóðum.
Sú fagra rödd hún ómaði í klettunum í kring,
ég kenndi’ í hjarta stig,
og seppi skelfing lostinn, þá hljóp um mig í hring,
og hræðsla skein úr dýrsins vitru augum,
og að mér skreið hann titrandi á taugum.
Og titrandi í hönd mér hann trýninu brá,
því traust mitt vildi hann fá.
Elm höfuð seppa strauk ég hendi minni þá,
þó helzt ég sjálfur vildi leggja á flótta,
lamaður af undrun bæði’ og ótta.
MÚLAÞING
35