Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 45
leiðinni. Var það þeirra eiginn vilji, eða voru það forlögín sem
tóku við stjórn? — Hvað sem um það má segja, er það staðreynd
að nokkru seinna giftu þau sig.
Því miður skortir heimildir til að segja samfellda búskaparsögu
þessara hjóna. En þau voru bæði vön vinnu, hraust og bjartsýn, og
hafa eflaust sett sér það mark að láta ekki erfiðleikana buga sig.
Páll og Margrét byrjuðu búskap á Keldunúpi og bjuggu þar í
nokkur ár. Þau voru bæði frábærlega dugleg og vel verki farin.
Farnaðist þeim mjög vel á Keldunúpi, og virtist þar allt ganga þeim
í haginn. Hefðu kjör þeirra orðið öll önnur ef þau hefðu fengið að
vera áfram á þeim góða stað. Því miður voru þau hrakin þaðan.
Ekki man ég hver ástæðan var. Fengu þau til ábúðar Foss á Síðu og
fluttust þangað. A Fossi var tvíbýli.
Það er hægara að ímynda sér en lýsa þeim margvíslegu erfið-
leikum sem þessi ágætu og dugmiklu hjón áttu við að stríða árin
sem þau bjuggu á Fossi. Hlunnindi voru engin, en óþægindi ótelj-
andi. Bærinn stendur undir háu fjalli eða felli. Fram af því fellur
á sem myndar þann tignarlega og fagra foss er bærinn dregur nafn
af. Bak við fellið var stekkurinn sem ánum var smalað að og
eina áheldið sem til var. Þar var ánum stíað um stekktímann. Fólk-
ið stytti sér leið og fór yfir fellið sem er bæði hátt og bratt, en þegar
búið var að taka lömbin og setja þau í lambastekkinn var ánum
hleypt út. Þær tóku sprettinn um leið, fyrir endann á fellinu og heim.
Urðu þær oft á undan fólkinu, sem þó flýtti sér allt hvað af tók til
þess að verja þeim túnið. Girðingar voru þá engar til. Margrét var
venjulega á ferli allar nætur í heilan mánuð á vorin, fór ekki úr föt-
um, en fleygði sér út af smástund án þess að afklæðast, og ekki var
um hvíld að ræða á daginn. Var þetta óviðunandi.
Eftir nokkur ár varð þessi stóra fjölskylda að gefast upp við bú-
skapinn á Fossi. Enginn styrkur var þá til handa þeim sem voru að
koma stóru barnahópunum til þroska.
Þessi mannvænlegi hópur tók sig því upp frá Fossi og fluttist
austur að Hólum í Hornafirði. Börnin voru þá orðin ellefu, en það
yngsta, Dagný, er fætt á Hólum. Af þessum stóra hópi komust átta
upp, en fimm dóu í æsku. Fjölskyldan var tvö ár á Hólum, 1884—
1886, og leið þar vel, en þó verður það varla dregið í efa, að hjón-
MÚLAÞING
43